Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 06. september 2021 10:24
Elvar Geir Magnússon
Kavanagh sér um VAR dómgæsluna á Ísland - Þýskaland
Icelandair
Chris Kavanagh.
Chris Kavanagh.
Mynd: EPA
Enski úrvalsdeildardómarinn Chris Kavanagh sér um VAR dómgæsluna á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM en leikurinn verður á miðvikudagskvöld.

VAR myndbandsdómgæslan var áberandi í 2-2 leiknum gegn Norður-Makedóníu í gær og góður tími fór í að skoða atvik í leiknum.

Innan vallarins á miðvikudag verða sænskir dómarar með stjórnina. Andreas Ekberg er aðaldómari

Ekberg er búsettur í Malmö en hann hefur verið FIFA dómari síðan 2013 og dæmt landsleiki og Evrópuleiki félagsliða. Hann dæmdi leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni 2018 en Sviss vann þá 2-1 sigur á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner