Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 06. september 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Álitsgjafar spá í leikinn mikilvæga - „Geti spilað varnarleik í marga daga"
Icelandair
Karólína Lea er ekki með vegna meiðsla en hún rýnir í leikinn sem er framundan.
Karólína Lea er ekki með vegna meiðsla en hún rýnir í leikinn sem er framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adda gefur áritun.
Adda gefur áritun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Íslands í gær.
Frá æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Ben Eiríksson.
Eiður Ben Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður liðsins.
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Edvardsdóttir.
Mist Edvardsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Rúnarsdóttir.
Mist Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn stærsti landsleikur sem íslenskt landslið hefur spilað er í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið leikur við Holland í Utrecht.

Ísland er í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM með 18 stig á meðan Holland er í öðru sæti með 17 stig. Landsliðinu dugir stig til að komast í lokakeppni HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Það yrði líklega stærsta augnablik í sögu kvennalandsliðsins. Liðið hefur komist á síðustu fjögur Evrópumót en aldrei tekist að komast á HM og nú er svo sannarlega færi til þess.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Við fengum nokkra frábæra álitsgjafa til að rýna í þennan stóra leik sem er framundan. Skoðum hvað þau sögðu.

Adda Baldursdóttir, sérfræðingur og miðjumaður Vals
Tilfinningin fyrir leiknum er góð. Mér fannst góður bragur á leik okkur á móti Hvít-Rússum. Ég geri mér þó fulla grein fyrir því að andstæðingar okkar hafi í besta falli verið mjög slakar. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega og héldum tempói í leiknum allan tímann. Skiptingarnar voru góðar og þar ber helst að nefna kröftuga innkomu Selmu Sólar. Steini er búinn að búa til mikla samkeppni í liðinu með því að treysta mörgum leikmönnum til að byrja og svo hefur hann gert margar skiptingar í leikjum. Þetta hefur gert það að verkum að þegar hann gerir breytingar í leikjum höfum við undantekningarlaust haldið dampi.

Við erum í þeirri stöðu sem við viljum vera. Stjórnum okkar eigin örlögum. Mér finnst vera 'moment' með okkur. Margir leikmenn okkar eru á góðum stað á sínum ferli. Leikurinn á þriðjudaginn verður sá mikilvægasti fyrir kvennafótbolta í langan tíma. Við getum tryggt okkur beint á HM í fyrsta skipti í sögunni.

Ég hugsa að hann stilli upp mjög svipuðu liði og á föstudaginn. Helstu spurningamerkin eru hvort hann haldi Ingibjörgu inni eða muni setja Guðrúnu inn aftur. Hann gæti líka hugsað til þess að setja Elísu í vinstri bakvörð þar sem hún er meiri varnarbakvörður en Áslaug Munda og þá mögulega fært Mundu á kantinn. Amanda var gríðarlega öflug í leiknum á föstudaginn bæði út á velli og svo er hún með frábærar spyrnir í föstum leikatriðum, en það er spurning hvort hann haldi henni inni í þessum stórleik.

Hollendingar eru með nýjan þjálfara sem er spurningamerki. Ég tel okkur vera mæta þeim á fínum tíma. Það var ekki góður bragur yfir þeim á Evrópumótinu, Lieke Martens er meidd og þá hefur Mideama verið að glíma við eftirköst af Covid. Undir stjórn Marks Parsons (fyrrum þjálfara) pressuðu þær andstæðinga hátt en gerðu það ekki nægilega vel, auk þess eru þær með þunga hafsenta sem lentu oft í vandræðum með að stíga hátt með línuna. Ég vona að þær haldi því áfram því þá mun skapast pláss fyrir Sveindísi til að hlaupa í.
Ég held að Steini vilji pressa hátt fyrstu 15-20 mínúturnar. Við erum með gott hápressulið. Glódís vill ýta varnarlínunni sinni ofar og miðjan með Söru og Dagný eru góðar að vinna seinni bolta. Ef það tekst ekki líður okkur líka ágætlega i lágvörn þar sem við erum skipulagðar og fastar fyrir. Það hefur reynst okkur vel að beita skyndisóknum þar sem við erum með eldfljóta Sveindísi klára í að elta bolta aftur fyrir varnir.

Það verður lykilatriði fyrir okkur á þriðjudaginn að Sara haldi áfram að spila eins vel og hún hefur sýnt í tveimur seinustu leikjum okkar. Berglind þarf að vera klók að finna sér svæði og vera nálægt bolta til þess að geta haldið honum fyrir okkur. Varnarlega mun mæða mikið á Söndru og Glódísi, þær þurfa eiga sinn allra besta leik sem og allt liðið í raun.

Ég spái, 1-2, Dagný og Berglind með mörkin.

Eiður Ben Eiríksson, þjálfari
Íslenska liðið hefur undanfarin ár unnið svokallaða skyldusigra en átt í vandræðum að klára leikina gegn liðunum sem eru hærra skrifuð. Það er ljóst að varnarleikurinn þarf að vera sterkur. Liðinu dugir jafntefli en það er alltaf hættulegt að fara inn í leiki og ætla sér að halda jöfnu.

Á móti hefur hollenska liðið valdið smá vonbrigðum undanfarið þrátt fyrir að hafa farið upp úr riðlinum á EM en Holland setti ákveðin viðmið 2017 og telja sig vera eitt af sterkustu liðum heims.

Ég held að íslenska liðið ætti ekki að breyta miklu frá því sem það hefur verið að gera. Það er ljóst að styrkleiki liðsins liggur í sterkum varnarleik og föstum leikatriðum. Liðið getur haldið boltanum ofarlega á vellinum með öfluga einstaklinga framarlega en beinskeyttur sóknarleikur er lykilatriði, markvissar og hraðar sóknir. Liðið þarf að geta blandað saman pressu ofarlega á vellinum og vera aftarlega með allt liðið fyrir aftan bolta.

Ég sé ekki fyrir mér margar breytingar frá leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. Amanda kom inn í liðið í síðasta leik og gefur hún liðinu tæknilega getu til þess að halda boltanum framarlega á vellinum, hún er einnig mikilvægur hlekkur í föstum leikatriðum og myndi ég persónulega ekki taka hana út. Einnig kom Áslaug Munda inn í vinstri bakvörð. Fótboltalega er þetta sterkur vængur vinstra megin en það er spurning hversu öflugar þær eru varnarlega saman gegn jafn sterkum andstæðingi.

Mín spá er 1-1 þar sem Dagný skorar fyrsta markið eftir hornspyrnu. Hollenska liðið mun liggja á okkur allan seinni hálfleikinn sem mun skila marki undir lok leiks, líklega mun Romee Leuchter skora það mark eftir að hafa komið inn sem varamaður. En HM sætið verður tryggt og við getum fagnað vel og innilega eftir leik.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München
Þetta verður af öllum líkindum hörkuleikur, enda úrslitaleikur fyrir bæði lið. Ég tel okkur hafa mikla möguleika og ég veit að stelpurnar munu leggja líf og sál í þetta verkefni. Ég hugsa að þjálfararnir fara inn í leikinn með því að leggja mikla áherslu á varnaleik og að Hollendingarnir opni okkur ekki. Holland er frábært lið og það má ekki missa einbeitinguna því þá refsa þær strax. Steini segir alltaf að Ísland geti spilað varnaleik í marga daga án þess að fá á sig mark ef allir leggja sig fram í það.

Eftir frábæran sigur gegn Hvíta-Rússlandi verða þær svo fullar af sjálfstrausti fyrir framan markið þannig við erum alltaf að fara skora.

Ég held að leikurinn verði svolítið lokaður og ekki mikið um færi en ég vona innilega að þetta falli með okkar konum. Það er lang einfaldast að komast beint og þá getum við byrjað í rólegheitunum að undirbúa HM.

Liðið er frábært og allar þessar stelpur elska að spila fyrir Ísland. Svo vonandi ná þær að sýna hvað við viljum þetta mikið og koma Íslandi beint á HM.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Fyrir fram þá sér maður leikmyndina fyrir sér að Hollendingar verði meira með boltann og íslenska liðið beiti skyndisóknum. Þó verða Hollendingar að vera skynsamar í sínum aðgerðum þar sem íslenska liðinu dugar jafntefli úr þessum leik til að komast beint á HM. Það verður athyglisvert að sjá hvernig hollenska liðið velur að byrja leikinn.

Tvisturinn fyrir þjálfara íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir þennan risa leik er að það er nýr þjálfari tók við stjórn hollenska liðsins og hefur sá haft lítinn tíma til undirbúnings og aðeins stjórnað liðinu í einum leik, í seinustu viku í 2-1 sigri gegn Skotlandi í gríðarlegri stemningu á pakkfullum heimavelli Hollendinga. Þar pressuðu Hollendingar Skotana mjög framarlega í upphafi leiks og skoruðu strax á tíundu mínútu. Veikleiki þeirra kom þó í ljós í næstu sókn Skota þegar þær komust á bak við vörn Hollendinga og einar í gegn og jöfnuðu leikinn. Þá áttu Hollendingarnir í erfiðleikum með að verjast föstum leikatriðum Skota sem sköpuðu sér ansi gott færi á að komast yfir í leiknum úr einu þeirra.

Það verður þá athyglisvert að sjá hvernig íslenska liðið velur að byrja leikinn. Á hvaða tímapunktum mun íslenska liðið pressa, verður strax farið í lágpressuna? Hollendingarnir sýndu gegn Skotum að þær eru eiturfljótar upp völlinn í skyndisóknum sínum þannig að þetta er flókinn leikur að setja upp fyrir þjálfarateymi íslenska liðsins sem er alveg örugglega að rýna í þennan Skotaleik alveg fram á upphafsflaut á þriðjudag.

Möguleikar íslenska liðsins verða að teljast góðir. Hópurinn er samstilltur og ágætis jafnvægi í liðinu; liðið getur beitt hættulegum skyndisóknum og er stórhættulegt í föstum leikatriðum.

Það er spenna í loftinu, ég spái jafntefli 2-2.

Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals
Ég gæti trúað því að leikur íslenska liðsins muni einkennast svolítið af því að við vitum af jafntefli dugar okkur, þó svo að leikmenn hafi sagt að þeir ætli sér ekki að fara inn í leikinn öðruvísi en til að vinna. Þetta gerist stundum ósjálfrátt í svona aðstæðum. Það væri líka óskynsamlegt að ætla opna sig að óþörfu.

Mér finnst líklegt að Ísland komi til með að liggja til baka og beita skyndisóknum, leikstíllinn verði ekki ósvipaður þeim sem við sáum á EM enda duga þau úrslit okkur á morgun. Holland verður meira með boltann en við þurfum að passa okkur að verða okkur of passívar.

Ég spái 0-0 sigri Íslands.

Mist Rúnarsdóttir, Heimavöllurinn
Ég er að tryllast úr spenningi fyrir þessum leik og hef góða tilfinningu fyrir honum. Verkefnið er vissulega ærið en það er skemmtilegast þannig.

Það má reikna með að Hollendingar verði meira með boltann og okkar konur þurfa að halda góðri einbeitingu, halda áfram að spila agaðan varnarleik og láta föstu leikatriðin og skyndisóknirnar telja. Liðið má samt ekki vera of passíft og það þarf að láta eldfljótum og sóknarsinnuðum Hollendingum líða óþægilega þegar þær koma hátt upp á völlinn. Hvaða áhrif nýr þjálfari nær að hafa á hollenska liðið verður svo bara að koma í ljós.

Mér fannst landsliðið okkar sýna það í síðasta leik gegn Hollandi að Ísland geti vel náð í úrslit. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá hjá báðum liðum en þróunin hefur að mínu mati verið jákvæðari hjá okkar konum - og körlum í brúnni. Liðið fór taplaust í gegnum EM og þar var heilmikinn lærdóm að draga. Eitthvað sem án efa nýtist í dag.

Fjögur EM í röð og nú er komið að því að taka næsta skref. Ég spái 1-1 jafntefli. Dagný með okkar mark eftir hornspyrnu og við sleppum við fjallabaksleiðina til Eyjaálfu.




Leikurinn í dag hefst 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hér fyrir neðan má svo sjá hvað Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrum landsliðskona, sagði í gær er hún var spurð út í leikinn sem framundan er.
Risastórt að komast á HM - „Það er það sem þær lifa fyrir þessa stundina"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner