Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson undirbýr sig nú fyrir leik Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.
Stefán er leikmaður Preston og er liðsfélagi hans hjá enska félaginu í hópnum hjá Svartfjallalandi.
Milutin Osmajic heitir hann og á að baki 20 leiki fyrir landsliðið. Hann var keyptur til Preston frá Cadiz sumarið 2023, en Stefán kom frá Silkeborg í sumar.
Stefán er leikmaður Preston og er liðsfélagi hans hjá enska félaginu í hópnum hjá Svartfjallalandi.
Milutin Osmajic heitir hann og á að baki 20 leiki fyrir landsliðið. Hann var keyptur til Preston frá Cadiz sumarið 2023, en Stefán kom frá Silkeborg í sumar.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
Preston greiddi 2,5 milljónir evra fyrir Osmajic sem gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Áður var Neil Mellor, sem kom frá Liverpool 2006, sá dýrasti hjá Preston.
„Við ræddum þennan leik þegar við vorum í Englandi saman en ég hef ekkert heyrt í honum eftir að við fórum af stað. Ég mun tala við hann eftir leikinn. Mér finnst hann mjög góður leikmaður, hann er hraður og sterkur. Hann skoraði þrennu núna nýlega þegar við komumst áfram í bikarnum. Við þurfum að hafa augun á honum," sagði Stefán í viðtali við Fótbolta.net á miðvikudag.
Ísland er sigurstranglegra liðið á Laugardalsvelli í kvöld, en Stefán segir að íslenska liðið getið ekki vanmetið það svartfellska.
„Við höfum ekki efni á því að fara vanmeta einn eða neinn, þeir eru með sterkan framherja sem spilar í Serie A (Nikola Krstovic, Lecce), með liðsfélaga minn og svo (Stefan) Jovetic sem hefur sýnt að hann er heimsklassaleikmaður. Þeir eru með fullt af leikmönnum sem geta gert mikið og við þurfum að vera klárir," sagði Stefán Teitur.
Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Athugasemdir