Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 05. september 2024 10:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Icelandair
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar.
Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar.
Mynd: Preston
Frá æfingu landsliðsins.
Frá æfingu landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman, sérstaklega þegar maður kemur til Íslands og fær eina eða tvær nætur heima upp á Skaga til að hitta fjölskylduna," sagði Stefán Teitur Þórðarson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Stefán Teitur er í landsliðshópnum fyrir komandi landsleiki gegn Svartfjallaland og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Eru þetta fyrstu leikir Íslands í nýrri Þjóðadeild.

„Hópurinn er mjög spenntur og ég finn það að við erum tilbúnir að mæta Svartfellingum og taka þrjú stig þar," segir Stefán Teitur.

„Ég held að það væri frábær byrjun fyrir okkur að stimpla okkur vel inn með þremur stigum og góðri frammistöðu, og sýna að við ætlum okkur hluti í þessum riðli."

Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar en þar spilar hann með leikmanni frá Svartfjallalandi, framherjanum Milutin Osmaji?.

„Við ræddum þennan leik þegar við vorum í Englandi saman en ég hef ekkert heyrt í honum eftir að við fórum af stað. Ég mun tala við hann eftir leikinn. Mér finnst hann mjög góður leikmaður, hann er hraður og sterkur. Hann skoraði þrennu núna nýlega þegar við komumst áfram í bikarnum. Við þurfum að hafa augun á honum," sagði Stefán Teitur.

Óvæntar breytingar
Stefán Teitur gekk í raðir Preston í Championship-deildinni á Englandi í sumar eftir að hafa gert góða hluti með Silkeborg í Danmörku.

„Ég hef byrjað alla leikina í deildinni og við erum búnir að vinna tvo leiki í bikarnum. Ég átti mjög gott undirbúningstímabil en það var skrítið að þjálfarinn hætti eftir einn leik," sagði Stefán.

Ryan Lowe hætti sem stjóri Preston eftir aðeins einn leik á nýju tímabili.

„Þetta var mjög óvænt. Ég mæti og fæ að vita að hann hafi ákveðið að hætta. Hann tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn. Hann taldi það best fyrir félagið, að hann myndi alltaf stoppa ef hann teldi sig ekki geta tekið liðið lengra. Maður verður bara að virða það," segir Skagamaðurinn og bætir við:

„Þjálfararnir sem eru komnir inn, mér líst mjög vel á þá. Það er kominn ferskur andi yfir marga leikmenn þarna."

Það hefur alltaf verið draumurinn
Skagamaðurinn er að upplifa drauminn, að spila fótbolta á Englandi.

„Ég er mjög stoltur af þessum skiptum og að vera að spila mikið. Þetta er mjög erfið deild en mér finnst þetta geggjað. Um leið og ég fékk að England væri möguleiki, þá sagði ég við umboðsmenn mína að það væri númer eitt," segir hann.

„Það hefur alltaf verið draumurinn að fara til Englands og þegar þetta tækifæri kom upp með Preston, þá lokaði ég á allt annað og vildi einbeita mér að því."

Það eru núna frekar margir Íslendingar komnir í enska boltann sem er skemmtilegt.

„Ég og Arnór Sigurðsson búum í sömu blokkinni í Manchester. Það er mjög gott að við höfum hvorn annan. Við höfum verið bestu vinir frá því að við vorum litlir krakkar. Við höfum talað um það þegar Blackburn og Preston spila eftir áramót að það muni koma 30 manna hópur af Skaganum. Það verður bara geggjað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner