Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   fös 06. september 2024 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Meiðslavandræði höfðu áhrif á úrslitin - „Synd að byrja á tapi“
Icelandair
Slobodan Rubezic er hér í baráttunni við Andra Lucas Guðjohnsen
Slobodan Rubezic er hér í baráttunni við Andra Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Milos Brnovic og Arnór Sigurðsson eigast hér við
Milos Brnovic og Arnór Sigurðsson eigast hér við
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þrír leikmenn Svartfjallalands voru til viðtals hjá miðlinum Pobjeda eftir 2-0 tapið gegn Íslandi í kvöld, en allir voru sammála um það að liðið hefði átt að gera betur í föstu leikatriðunum.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Frammistaða Íslands var kannski ekki upp á tíu en þá var gott að eiga föstu leikatriðin í vopnabúrinu.

Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu báðir eftir vel útfærðar hornspyrnur og skildi það liðin að.

Slobodan Rubezic, leikmaður Svartfjallalands, var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í hornspyrnunum.

„Við vissum að þetta væri þeirra sterkasta lið, það er að segja föstu leikatriðin. Við fengum tvö mörk á okkur úr þeim. Við náðum ekki að gera allt sem við vorum beðnir um að gera. Auðvitað er ekkert hægt að segja eftir þessa orustu. Við munum fara yfir þetta og ræða þetta innan liðsins,“ sagði Rubezic.

Liðsfélagi hans Milos Brnovic var sammála en benti á að það vantaði marga góða leikmenn vegna meiðsla og að það hafi haft áhrif á úrslitin.

„Það erfiðasta við þetta er að við fengum bæði mörkin á okkur í hornspyrnum. Við reyndum að koma til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur með öðru marki úr hornspyrnu. Við fengum nokkur færi og hálf færi, og vorum aðeins hættulegri, en það vantaði aðeins upp á samræmi og líka það að það vantaði marga leikmenn sem hafði áhrif á úrslitin. Við reyndum að bæta upp fyrir það, en heppnin var bara ekki með okkur.“

Að lokum var rætt við Novica Erakovic, en hann var að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma eftir að hafa slitið krossband á síðasta ári.

„Það er gott að vera kominn til baka og tilfinningin er mjög ljúf, en það er synd að byrja þetta á tapi. Við fengum tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum, sem er líklega okkar besti eiginleiki. Við munum vinna úr þessu í Svartfjallalandi, með liðinu og reyna að eyða öllum göllum í leik okkar,“ sagði Erakvoci.
Athugasemdir
banner
banner