Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 21:14
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Stjórnarráðið | Minnisblað sóttvarnarlæknis 
Fótboltinn verður óvænt leyfður áfram og 20 áhorfendur í hólfi
Áhorfendur mega aðeins vera 20 en fótboltinn er áfram leyfilegur samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra.
Áhorfendur mega aðeins vera 20 en fótboltinn er áfram leyfilegur samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra birti í kvöld á vef stjórnarráðsins hertar sóttvarnaraðgerðir sem gilda á höfuðborgarsvæðinu frá og með morgundeginum, 7. október og til 19. október.

Í tillkynningu hennar segir: „Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum. "

Þetta þýðir væntanlega að komandi landsleikir karlalandsliðsins við Rúmeníu, Belgíu og Danmörku munu fara fram sem og leikur U21 árs landsliðsins við Ítalíu á föstudaginn.

Því má einnig búast við að Íslandsmótið haldi áfram en á morgun á að leika tvo leiki, viðureign Fylkis og KR í Pepsi Max-deild kvenna sem og viðureign ÍR og Álftanes í 2. deild kvenna.

Enn er þó beðið eftir tilkynningu frá KSÍ um þessi mál en sambandið ætlaði að koma með tilkynningu eftir að Svandís sendi út sýna tilkynningu.

Í tilkynningu Svandísar kemur ekkert fram um bann við ferðalögum út á land svo hún ætti ekki að hindra að leikir liða af höfuðborgarsvæðinu úti á landi verði fyrir frestunum. Íþróttir innandyra eru þó bannaðar en nokkrir leikir á næstu dögum eiga að fara fram í fótboltahúsum. HK og Fjölnir spila heimaleiki sína í Kórnum og Egilshöll, bæði karla og kvennalið félaganna.

Þar sem reglurnar gilda aðeins fyrir höfuðborgarsvæðið má gera ráð fyrir að 100 megi áfram vera í hólfi í leikjum utan þess „Samkomutakmarkanir sem kynntar voru í gær gilda óbreyttar annars staðar á landinu," segir í tilkynningu heilbrigðisráðherra.

Fyrr í dag sendi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir minnisblað á Svandísi þar sem hann sagði: „Mælst er til að öllu keppnistarfi í íþróttum verði frestað um 2 vikur."

Hann bætti hinsvegar við neðst í minnisblaðinu: „Ég er tilbúinn að ræða frekari útfærslur á ofangreindum tillögum sem og nánari hugmyndir."
Athugasemdir
banner
banner
banner