Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 06. nóvember 2024 16:10
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Fyrstu dagarnir voru hálfgert sorgarferli
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Víkings á leiknum gegn Cercle Brugge.
Stuðningsmenn Víkings á leiknum gegn Cercle Brugge.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætir aftur til leiks í Sambandsdeildinni á morgun, í fyrsta leik liðsins síðan það tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var að sjálfsögðu spurður að því hvort menn væru búnir að jafna sig af vonbrigðunum yfir því að tapa úrslitaleiknum.

„Fyrstu tveir dagarnir voru hálfgert sorgarferli. Það hefur verið mikil sigurganga undanfarin ár og það er smá sjokk að tapa svona leikjum, svona ný tilfinning. Það tók alveg tíma að ná þessu úr kerfinu hjá leikmönnum. Við létum það alveg vera í eina viku að greina þennan leik, menn voru bara að æfa og svo á mánudaginn þá fórum við loks yfir þann leik og hvað mátti betur gera," segir Arnar.

„Svo er það bara Sambandsdeildin, þú ert að fara að spila með stóru strákunum og hefur ekki efni á því að vera að vorkenna sjálfum þér heillengi. Vonandi erum við komnir yfir þetta núna."

Markmiðið að komast í umspilið
Víkingur fær FK Borac Banja Luka frá Bosníu og Hersegóvínu í heimsókn á Kópavogsvöll á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:30.

„Stemningin er bara mjög góð, það er mikið undir og við erum allt í einu komnir í draumastöðu. Ef við vinnum þá erum við í þeirri stöðu að þurfa ekki mörg stig í viðbót til að tryggja okkur í umspilið í þessari keppni, sem var okkar upphaflega markmið. Það er að miklu að keppa," segir Arnar.

Víkingur vann sögulegan 3-1 sigur gegn Cercle Brugge í síðasta Evrópuleik sínum. Það var fyrsti sigur íslensks liðs í riðla- eða deildarkeppni Evrópu.

„Aðalvandamálið fyrir leikinn gegn Belgunum var að sannfæra leikmenn um að þeir ættu heima á þessu sviði. Fyrsti leikurinn tapaðist illa þó hann hafi ekki verið alslæmur. Það er kannski í huganum á íslensku leikmönnunum hvort þeir eigi heima þarna, hvort þeirra þak nái þarna. Að vinna svona mótherja gefur innspýtingu fyrir framhaldið en þú þarft að fylgja því eftir og sýna að þetta er ekki bara tilviljun ein. Gulrótin á morgun, að vinna leikinn, er risastór og ég ætla að vona að mínir strákar og stuðningsmennirnir geri sér grein fyrir því."

Kemur sér vel fyrir Víking að vera með Bosníumenn í hópnum
FK Borac er á góðu skriði í deildinni heima og hefur að auki verið að ná áhugaverðum úrslitum í Evrópu.

„Við mætum liði sem hefur byrjað þessa keppni mjög sterkt, náði jafntefli gegn Panathinaikos og vann svo APOEL á Kýpur á erfiðum útivelli. Þetta er gríðarlega öflugt lið sem virðist kunna alla þætti leiksins mjög vel," segir Arnar.

Það kemur sér vel fyrir Víkinga að þeir eru með menn í hópnum sem þekkja fótboltann í Bosníu vel. Hversu mikið vita Víkingar um mótherja morgundagsins?

„Ansi mikið. Við erum með tvo Bosníumenn í hópnum, Cardaklija (markvarðaþjálfara) og Tarik (Ibrahimagic) sem er danskur en á bosníska forelda. Við höfum fylgst vel með þeim og eru allt öðruvísi en Belgarnir. Þetta er lið sem kann að ná í úrslit og kann dökku hliðarnar í leiknum ansi vel. Við þurfum að passa okkur á því að láta það ekki fara í taugarnar á okkur."

Í kvöld birtum við svo myndbandsviðtal við Arnar.
Stöðutaflan Evrópa Sambandsdeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 6 6 0 0 26 5 +21 18
2 Guimaraes 6 4 2 0 13 6 +7 14
3 Fiorentina 6 4 1 1 18 7 +11 13
4 Rapid 6 4 1 1 11 5 +6 13
5 Djurgarden 6 4 1 1 11 7 +4 13
6 Lugano 6 4 1 1 11 7 +4 13
7 Legia 6 4 0 2 13 5 +8 12
8 Cercle Brugge 6 3 2 1 14 7 +7 11
9 Jagiellonia 6 3 2 1 10 5 +5 11
10 Shamrock 6 3 2 1 12 9 +3 11
11 APOEL 6 3 2 1 8 5 +3 11
12 Pafos FC 6 3 1 2 11 7 +4 10
13 Panathinaikos 6 3 1 2 10 7 +3 10
14 Olimpija 6 3 1 2 7 6 +1 10
15 Betis 6 3 1 2 6 5 +1 10
16 Heidenheim 6 3 1 2 7 7 0 10
17 Gent 6 3 0 3 8 8 0 9
18 FCK 6 2 2 2 8 9 -1 8
19 Vikingur R. 6 2 2 2 7 8 -1 8
20 Borac BL 6 2 2 2 4 7 -3 8
21 Celje 6 2 1 3 13 13 0 7
22 Omonia 6 2 1 3 7 7 0 7
23 Molde 6 2 1 3 10 11 -1 7
24 Backa Topola 6 2 1 3 10 13 -3 7
25 Hearts 6 2 1 3 6 9 -3 7
26 Boleslav 6 2 0 4 7 10 -3 6
27 Istanbul Basaksehir 6 1 3 2 9 12 -3 6
28 Astana 6 1 2 3 4 8 -4 5
29 St. Gallen 6 1 2 3 10 18 -8 5
30 HJK Helsinki 6 1 1 4 3 9 -6 4
31 Noah 6 1 1 4 6 16 -10 4
32 TNS 6 1 0 5 5 10 -5 3
33 Dinamo Minsk 6 1 0 5 4 13 -9 3
34 Larne FC 6 1 0 5 3 12 -9 3
35 LASK Linz 6 0 3 3 4 14 -10 3
36 Petrocub 6 0 2 4 4 13 -9 2
Athugasemdir
banner
banner
banner