Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 24. október 2024 16:40
Elvar Geir Magnússon
62 milljónir í kassann hjá Víkingi og Ísland nálgast næsta flokk
Byrjunarlið Víkings í dag.
Byrjunarlið Víkings í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Glæsilegur sigur Víkings gegn Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í dag færir félaginu tæplega 62 milljónir íslenskra króna í kassann. Frá þessu greinir Guðmundur Benediktsson á X samfélagsmiðlinum.

Víkingur lagði Belgana 3-1 á Kópavogsvelli og varð fyrsta íslenska liðið til að vinna sigur í lokakeppni í Evrópu.

Það eru ekki bara Víkingar sem hagnast heldur líka staða íslenskra félagsliða á Evrópulistanum. Með þessum sigri er Ísland komið fyrir ofan Lettland og er ótrúlegra nálægt því að komast upp um flokk.

Við erum einu jafntefli frá 33. sætinu en ef Ísland kemst upp um flokk þá mun eitt af Evrópusætinum í íslenska boltanum, sigur í bikarkeppninni, breytast úr sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar. Það myndi auka möguleika íslenskra félagsliða á að halda áfram að komast í lokakeppnir.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge


Athugasemdir
banner
banner
banner