Glæsilegur sigur Víkings gegn Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í dag færir félaginu tæplega 62 milljónir íslenskra króna í kassann. Frá þessu greinir Guðmundur Benediktsson á X samfélagsmiðlinum.
Víkingur lagði Belgana 3-1 á Kópavogsvelli og varð fyrsta íslenska liðið til að vinna sigur í lokakeppni í Evrópu.
Það eru ekki bara Víkingar sem hagnast heldur líka staða íslenskra félagsliða á Evrópulistanum. Með þessum sigri er Ísland komið fyrir ofan Lettland og er ótrúlegra nálægt því að komast upp um flokk.
Við erum einu jafntefli frá 33. sætinu en ef Ísland kemst upp um flokk þá mun eitt af Evrópusætinum í íslenska boltanum, sigur í bikarkeppninni, breytast úr sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar. Það myndi auka möguleika íslenskra félagsliða á að halda áfram að komast í lokakeppnir.
Víkingur lagði Belgana 3-1 á Kópavogsvelli og varð fyrsta íslenska liðið til að vinna sigur í lokakeppni í Evrópu.
Það eru ekki bara Víkingar sem hagnast heldur líka staða íslenskra félagsliða á Evrópulistanum. Með þessum sigri er Ísland komið fyrir ofan Lettland og er ótrúlegra nálægt því að komast upp um flokk.
Við erum einu jafntefli frá 33. sætinu en ef Ísland kemst upp um flokk þá mun eitt af Evrópusætinum í íslenska boltanum, sigur í bikarkeppninni, breytast úr sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar. Það myndi auka möguleika íslenskra félagsliða á að halda áfram að komast í lokakeppnir.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 Cercle Brugge
???? ???????? Iceland overtook ???????? Latvia and moved up to 35th place on the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them +0.500 points today!
— Football Rankings (@FootRankings) October 24, 2024
???????? Iceland are now just +0.208 points (one draw) away from the Top 33 place, which secures spot in the Europa League qualifiers! pic.twitter.com/ajT3mes0Cr
Rétt tæplega 62 millur sem Víkingur fær fyrir sigur í þessum leik ????#ConferenceLeague
— Gummi Ben ????? (@GummiBen) October 24, 2024
Athugasemdir