Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Verður Ancelotti rekinn?
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: EPA
Relevo og fleiri spænskir fjölmiðlar segja mögulegt að Real Madrid láti Carlo Ancelotti taka pokann sinn. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan 2019 sem félagið rekur stjóra sinn þegar tímabilið er í gangi.

AC Milan vann Real Madrid 3-1 í Meistaradeildinni í gær. Þetta var annar tapleikur Real í röð á heimavelli og liðið hefur tapað tveimur af fjórum leikjum í Meistaradeildinni.

Marca segir að stjórn Ancelotti hafi fundað með Ancelotti eftir tapið gegn Milan til að fá hans álit á þeirri stefnu sem spænska stórliðið er að taka.

Það sé engin spurning að staða Ancelotti sé ótrygg og ljóst að úrslitin næstu vikur þurfi að vera jákvæð.

Real Madrid mætir Osasuna um komandi helgi á heimavelli, svo kemur útileikur gegn Leganes og mikilvægur leikur gegn Liverpool í Meistaradeildinni.

Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen og fyrrum leikmaður Real, er sterklega orðaður við stjórastarfið hjá Real Madrid og margir búast við því að hann taki við liðinu næsta sumar. Ef Ancelotti verður rekinn gæti spænska félagið þurft að finna bráðabirgðastjóra út tímabilið.
Athugasemdir
banner