Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Sverrir Ingi í liði umferðarinnar í Grikklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingavaktin greinir frá því að Sverrir Ingi Ingason var valinn í lið umferðarinnar í efstu deild gríska boltans eftir frábæra frammistöðu í toppslag gegn Olympiakos um síðustu helgi.

Sverrir Ingi lék allan leikinn fyrir PAOK í 1-1 jafntefli og skoraði eina mark sinna manna í leiknum. Hann fylgdi þá eigin skallatilraun eftir með marki af stuttu færi.

Sverrir er 26 ára gamall og á 29 landsleiki að baki fyrir Ísland. Hann gekk í raðir PAOK í vetur en fékk lítinn spiltíma til að byrja með. Hann vann sig inn í byrjunarliðið þegar hann fékk tækifæri í seinni hluta október.

PAOK og Olympiakos deila toppsætum grísku deildarinnar með 28 stig eftir 12 umferðir. Liðin eru með 9 stiga forystu á OFI Crete í 3. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner