
Kylian Mbappe æfði ekki með liðsfélögum sínum í franska landsliðinu í dag en Frakkar leika gegn Englandi í 8-liða úrslitum HM á laugardagskvöld.
Mbappe hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum og er talinn helsta vopn Frakklands fram á við.
Mbappe hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum og er talinn helsta vopn Frakklands fram á við.
Mbappe er að glíma við einhver meiðsli. Í aðdraganda mótsins var hann meiddur á ökkla en það virðist alls ekki hafa verið að hrjá hann í leikjunum hingað til.
Starfsmenn franska landsliðsins segja að Mbappe sé í hefðbundnum endurheimtaræfingum eftir baráttuna gegn Póllandi. Venjulega eru leikmennirnir í endurheimt daginn eftir leik en sá leikur var hinsvegar á sunnudaginn.
Enskir fjölmiðlar gera mikið úr fjarveru Mbappe á æfingu dagsins en það er enn langt í leik, eins og áður sagði þá er viðureignin á laugardagskvöld.
Athugasemdir