Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. janúar 2022 08:52
Elvar Geir Magnússon
Trippier til Newcastle (Staðfest)
Kieran Trippier og Eddie Howe.
Kieran Trippier og Eddie Howe.
Mynd: Newcastle
Newcastle United hefur tilkynnt um kaup á enska varnarmanninum Kieran Trippier frá Atletico Madrid. Hann er keyptur á 12 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað eftir ákveðnum ákvæðum.

Trippier er 31 árs og er fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle kaupir eftir að Sádi-Arabarnir eignuðust félagið.

„Ég er hæstánægður með að vera að ganga í raðir þessa frábæra félags," segir Trippier sem skrifaði undir samning til 2024.

Eddie Howe, sem var ráðinn stjóri Newcastle í nóvember, keypti Trippier á sínum tíma til Burnley 2012.

„Ég átti mjög góðan tíma í Madríd en þegar ég vissi af áhuga Newcastle og eftir að hafa unnið áður með Eddie Howe þá vissi ég að þetta væri staðurinn sem ég vildi vera á."

Trippier varð spænskur meistari með Atletico á síðasta tímabili en hann átti átján mánuði eftir af samningi sínum. Newcastle er næst neðst í ensku úrvalsdeildinni og hefur aðeins unnið einn deildarleik á tímabilinu.

„Ég geri mér grein fyrir því að það er mikil vinna framundan en ég þekki úrvalsdeildina vel. Ég veit hversu magnað félag þetta er og hve hæfileikaríkir leikmennirnir eru. Ég get ekki beðið eftir því að byrja og er spenntur fyrir því að stíga út á St James' Park sem leikmaður Newcastle," segir Trippier sem gekk í raðir Atletico 2019 eftir fjögur ár hjá Tottenham.

Newcastle tekur á móti Cambridge United í þriðju umferð FA-bikarsins á morgun og leikur svo fallbaráttuslag gegn Watford þann 15. janúar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner