Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 07. febrúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Víkingur með sigur á Kórdrengjum
Helgi skoraði fyrir Víking.
Helgi skoraði fyrir Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus er tekinn við Úlfunum.
Lárus er tekinn við Úlfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningstímabilið á Íslandi er í fullum gangi og eru lið úr öllum deildum byrjuð að undirbúa sig fyrir tímabilið sem framundan er.

Víkingur Reykjavík vann 3-0 sigur á Kórdrengjum þar sem Aron Arnalds, Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson skoruðu fyrir Víkinga.

Úlfarnir, sem eru í 4. deild, báru sigur úr býtum gegn Berserkjum sem eru einnig í 4. deild. Lárus Rúnar Grétarsson tók nýverið við Úlfunum sem eru í samstarfi við knattspyrnufélagið Fram.

Þá hafði KV, sem leikur í 2. deild í sumar, betur gegn Ísbirninum úr 4. deild, 3-1 og KH vann 2-5 sigur gegn KÁ, en bæði lið eru í 4. deild. KH lenti 2-0 undir en kom til baka og vann þann leik.

Víkingur 3 - 0 Kórdrengir
Mörk Víkinga: Aron Arnalds, Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson.

Úlfarnir 3 - 2 Berserkir
Markaskorarar Úlfanna: Hilmar Sólbergsson, Steinar Haraldsson og Birgir Bent.
Markaskorarar Berserkja: Guðmundur Arnar Sigurðsson og Kormákur Marðarson

KV 3 - 1 Ísbjörninn
Mark Ísbjarnarins: Sigurjón Daði Valdimarsson.

KÁ 2 - 5 KH
Mörk KH: Sigfús Kjalar Árnason 2, Jón Arnar Stefánsson 2 og
Eyþór Örn Þorvaldsson.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner