Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. júlí 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Tvær sautján ára skoruðu frábær aukaspyrnumörk í gær
Jakobína
Jakobína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þóra Björg
Þóra Björg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Jakobína Hjörvarsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir stálu sviðsljósinu í gærkvöldi þegar þær skoruðu báðar beint úr aukaspyrnum.

Báðar eru þær fæddar árið 2004 og varð Þóra Björg sautján ára í febrúar og Jakobína verður sautján eftir tæpar tvær vikur.

Báðar aukaspyrnunar eru teknar með vinstri fæti og má sjá hér að neðan. Spyrnan hjá Þóru var frá D-boganum en spyrnan frá Jakobínu utan af hægri kanti úr þröngu færi.

„Colleen Kennedy fer illa með Celine Rumpf sem brýtur á henni og gestirnir eiga aukaspyrnu á prýðilegum stað til fyrirgjafar," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu frá leiknum í Keflavík.

Í kjölfarið skrifaði Sverrir svo: „Jakobínu er alveg sama hvort ég hafi haldið að þetta væri fyrirgjafarstaða og lætur bara vaða á markið yfir Tiffany og boltinn steinliggur í netinu. Virkilega fallegt mark og frábær spyrna en verð að setja spurningamerki við Tiffany þar sem skotgeirinn var þröngur."

„ÍBV fær aukaspyrnu rétt fyrir utan D-boga. Þóra Björg tekur," skrifaði Unnar Jóhannsson á 44. mínútu í Árbænum.

„Geggjað mark! Beint úr aukaspyrnunni. VÁ hvað þetta var vel gert," skrifaði svo Unnar á 45. mínútu.

Fylkir 1 - 2 ÍBV
0-1 Þóra Björg Stefánsdóttir ('45 )
0-2 Olga Sevcova ('47 )
1-2 Bryndís Arna Níelsdóttir ('78 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 2 Þór/KA
0-1 Jakobína Hjörvarsdóttir ('21 )
0-2 Margrét Árnadóttir ('65 )
1-2 Amelía Rún Fjeldsted ('89 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner