Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. júlí 2021 12:10
Elvar Geir Magnússon
Viðbjóðurinn heldur áfram - Eiginkona Morata fær sendar hótanir
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: EPA
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata og fjölskylda hans hafa fengið fjöldan allan af viðbjóðslegum hótunum og ljótum skilaboðum á meðan EM alls staðar hefur staðið.

Við fjölluðum um það nýlega að meðal annars hafi verið öskrað á eiginkonu hans og barn.

Morata skoraði gegn Ítalíu í undanúrslitum í gær en leikar enduðu 1-1 og því réðust úrslit í vítaspyrnukeppni. Þar var spyrna Morata varin og Ítalía tryggði sér svo sigur í kjölfarið.

Alice Campello, eiginkona Morata, er ítölsk og eiga þau saman þrjú björn. Þau giftu sig í Feneyjum 2017.

Campello opinberaði á samfélagsmiðlum brot af þeim hótunum sem hún fékk í gegnum Instagram í gærkvöldi. Meðal annars var henni óskað krabbameins og að Morata og börn þeirra myndu látast.

Morata er 28 ára gamall og leikur fyrir Juventus á lánssamningi frá Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner