Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. júlí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Breiðablik og KR byrja Sambandsdeildina á útivelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Það er ekki mikið um að vera í íslenska boltanum í dag en þó eiga Breiðablik og KR útileiki í forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Breiðablik fer til Andorru að spila við Santa Coloma á meðan KR heimsækir Pogon Szczecin til Póllands.

Blikar eru að mæta talsvert auðveldari andstæðingum en þurfa þó að vanda sig til að komast áfram í næstu umferð forkeppninnar.

Þá eru tveir leikir á dagskrá í Lengjudeild kvenna þar sem HK getur náð toppsætinu með sigri gegn Fylki á meðan Fjölnir á erfiðan leik framundan gegn Austfirðingum.

Völsungur spilar svo við Magna í 2. deild karla á sama tíma og ÍR mætir ÍA í toppbaráttu 2. deildar kvenna.

Golfklúbbur Grindavíkur tekur á móti Smára í síðasta leik dagsins sem er í 4. deildinni.

Sambandsdeild UEFA
15:00 Santa Coloma-Breiðablik (Estadi Nacional)
16:00 Pogon Szczecin-KR (Stadion Miejski)

Lengjudeild kvenna
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)
19:15 Fjölnir-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Extra völlurinn)

2. deild karla
19:15 Völsungur-Magni (PCC völlurinn Húsavík)

2. deild kvenna
19:15 ÍR-ÍA (ÍR-völlur)

4. deild karla - D-riðill
20:00 GG-Smári (Grindavíkurvöllur)


Athugasemdir
banner
banner