Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. ágúst 2020 18:00
Aksentije Milisic
Bale sannfærður um að hann myndi ekki spila eina mínútu gegn City
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, kaus að ferðast ekki með liðinu til Manchester fyrir leikinn gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, greindi frá því í gær að Bale vildi ekki spila gegn City en nú hefur það komið fram að ástæðan sé sú að Bale hafi verið fullviss um að hann fengi ekkert að spila í leiknum.

Samræður á milli Zidane og Bale og sú staðreynd að Bale hafi ekki spilað eina einustu mínútu í síðustu sjö leikjum Real Madrid í deildinni, gerði honum ljóst fyrir að hann fengi ekkert að spila.

Bale sást spila golf fyrr í dag og voru spænskir fjölmiðlar fljótir að ná mynd af honum og fjalla um það að hann væri í golfi örfáum klukkustundum fyrir leikinn mikilvæga.

Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld klukkan 19 en City vann fyrri leik liðanna 2-1 á Spáni. Sergio Ramos er í leikbanni hjá spænsku meisturunum.
Athugasemdir
banner
banner