fim 06. ágúst 2020 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Zidane: Bale vildi ekki spila gegn Man City
Mynd: Getty Images
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale hafnaði því að spila gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, greindi frá þessu í kvöld.

Bale var ekki valinn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn City en það vakti mikla furðu. Sergio Ramos var valinn í hópinn en hann er í banni í leiknum.

Bale kom ekkert við sögu í síðustu sjö leikjum Madrídinga í spænsku deildinni og var þá ekki valinn í hóp í lokaumferðinni. Það eru þó ljós ummerki um það að hann hefur engan áhuga á að vera hjá félaginu og tók upp á alls konar uppátækjum á bekknum.

Zidane hefur útskýrt fyrir fjölmiðlum af hverju Bale var ekki í hópnum gegn City. Leikurinn fer fram á Etihad-leikvanginum á morgun en City vann fyrri leikinn, 2-1.

„Ég vil útskýra hlutina því það hefur ýmislegt verið sagt og skrifað. Það er virðing milli mín og leikmannsins, það er ljóst, en eina sem ég get sagt er að Bale ákvað að koma ekki með og restin er á milli mín og hans," sagði Zidane.

Bale vill yfirgefa Madrídarliðið en himinhá laun hans koma þó í veg fyrir félagaskipti í annað lið. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, hefur þó ítrekað að Bale sé ekki á förum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner