Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. ágúst 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
ÍBV auglýsir eftir yfirþjálfara
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson

ÍBV íþróttafélag auglýsir eftir yfirþjálfara í knattspyrnu.


Leitað er eftir kraftmiklum einstakling til að taka að sér starf yfirþjálfara félagsins. Viðkomandi er ábyrgur fyrir útfærslu á þjálfun- og uppeldisstefnu félagsins í samstarfi við framkvæmdastjóra og unglinaráð félagsins. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Starfssvið:

-Yfirumsjón með uppeldisstarfi og þjálfun félagsins, í nánu samstarfi við unglingaráð félagsins og íþróttafulltrúa.

-Yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum. Skipulagning á æfingatöflum félagsins.

-Taka þátt í að móta og skipuleggja starf félagsins.

-Skipulagning með þjálfurum og verkaskipting þjálfara.

-Skipuleggja foreldrafundi og starf foreldraráða.

-Þjálfun samhliða yfirþjálfarahlutverkinu.

-Þátttaka í verkefnum innan félagsins varðandi mót og viðburði á vegum þess.

-Önnur tilfallandi störf út frá skrifstofu félagsins, unnin í samráði við framkvæmdarstjóra.

Umsóknir berist á [email protected]

Umsókarfrestur er til 23. ágúst 2022


Athugasemdir
banner
banner
banner