Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori meiddist eftir nokkuð skrautlegt atvik í frábærum 1-3 sigri Ítalíu á útivelli gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.
Calafiori var skipt af velli eftir að Ousmane Dembélé, kantmaður Frakka, flaug nokkra metra eftir tæklingu til að lenda aftan á Calafiori, sem þurfti að fara meiddur af velli.
Óttast var að Calafiori yrði frá í einhverjar vikur þar sem um var að ræða ökklameiðsli en í dag er komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg og gæti Calafiori jafnvel náð næsta landsleik með Ítölum, sem fer fram á þriðjudagskvöldið.
Þetta þýðir að Calafiori verður líklegast í leikmannahópi Arsenal um næstu helgi, þegar stórliðið heimsækir Tottenham í afar eftirvæntum og hatrömmum nágrannaslag.
06.09.2024 22:57
Óheppileg meiðsli Calafiori
Athugasemdir