Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 07. september 2024 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Fram rústaði FHL til að tryggja sig upp í Bestu
Mynd: Toggi Pop
Mynd: Grótta
Lokaumferð deildartímabilsins í Lengjudeild kvenna fór fram í dag þar sem mikil dramatík var í toppbaráttunni.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Grindavík

FHL var löngu búið að sigra Lengjudeildina en Fram og Grótta börðust um annað sætið og átti Fram heimaleik við topplið FHL í dag.

Fram gerði sér lítið fyrir og skóp fimm marka stórsigur gegn FHL þar sem heimastúlkur komust í fimm marka forystu á fyrstu 40 mínútum leiksins.

Lið FHL var ekki í toppstandi þar sem einhverjir leikmenn höfðu verið að spila mikilvægan leik með 2. flokki í gær og þá eru Austfirðingar búnir að missa lykilleikmenn frá sér á undanförnum vikum sem hjálpuðu liðinu að sigra hvern leikinn fætur öðrum í sumar.

Austfirðingar höfðu engin ráð til að stöðva Murielle Tiernan sem setti þrennu í frábærum sigri Fram, en Svava Svanhildur Jóhannsdóttir og Mackenzie Elyze Smith komust einnig á blað.

Fram fer því upp í Bestu deildina ásamt FHL, en Grótta situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur á Akranesi í dag, þar sem Arnfríður Auður Arnarsdóttir var hetja Seltirninga og skoraði bæði mörkin í 1-2 sigri.

ÍR og Selfoss voru fallin fyrir lokaumferðina og má sjá öll úrslit dagsins hér fyrir neðan.

Fram 5 - 0 FHL
1-0 Murielle Tiernan ('6 )
2-0 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('21 )
3-0 Murielle Tiernan ('32 )
4-0 Mackenzie Elyze Smith ('35 )
5-0 Murielle Tiernan ('37 )

ÍA 1 - 2 Grótta
0-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir
1-1 Markaskorara vantar
1-2 Arnfríður Auður Arnarsdóttir

Selfoss 1 - 1 Grindavík
0-1 Ása Björg Einarsdóttir ('59)
1-1 Eva Lind Elíasdóttir ('93)

ÍR 1 - 0 Afturelding
1-0 Sigríður Salka Ólafsdóttir

HK 5 - 0 ÍBV
1-0
2-0
3-0
4-0
5-0
Athugasemdir
banner
banner
banner