Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 07. október 2020 09:22
Magnús Már Einarsson
Salah hjálpaði heimilislausum manni á bensínstöð
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina í dag frá góðverki hjá Mohamed Salah, leikmanni Liverpool.

Eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í síðustu viku fór Salah á bensínstöð til að taka bensín.

Þar var hópur manna með leiðindi í garð David Craig sem er heimilislaus. Salah kom Craig til varnar og gaf honum síðan 100 pund (18 þúsund krónur).

„Hann heyrði hvað hópur fólks var að segja við mig og hann sneri sér að þeim og sagði, 'Þetta gætuð verið þið eftir nokkur ár," sagði hinn fimmtugi Craig.

Salah hefur áður gert góðverk á bensínstöð en í júní síðastliðnum borgaði hann bensín fyrir alla á svæðinu þegar hann var að fylla bílinn sinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner