Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gert ótrúlega hluti á síðustu árum en missir núna vinnuna
Mark Robins.
Mark Robins.
Mynd: Getty Images
Coventry, sem leikur í næst efstu deild Englands, hefur tekið ákvörðun um að reka Mark Robins úr starfi.

Robins hefur verið stjóri Coventry síðustu sjö árin og gert stórkostlega hluti fyrir félagið.

Fyrir tveimur tímabilum síðan var liðið hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina en það tapaði gegn Luton í vítaspyrnukeppni á Wembley.

Á síðasta tímabili fór liðið aftur á Wembley og var nálægt því að komast í úrslitaleik FA-bikarsins en tapaði þá gegn Manchester United á dramatískan hátt.

Robins kom Coventry upp úr D-deild og hefur eins og áður segir gert stórkostlega hluti, en liðið er núna í fallbaráttu. „Það er enginn vafi á því að Coventry City væri ekki þar sem það er í dag án Mark," segir í tilkynningu Coventry en þar segir einnig að þetta sé mjög erfið ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner