Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 15:13
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Ástríðufullur Ferguson fagnaði með boltasækinum
Mynd: Getty Images
Duncan Ferguson tók við stjórn Everton eftir að Marco Silva var rekinn í vikunni. Hann fór gríðarlega vel af stað sem bráðabirgðarstjóri og skellti Chelsea í dag.

Everton spilaði góðan leik, með Gylfa Þór Sigurðsson sem fyrirliða, og verðskuldaði sigurinn. Ferguson hefur fengið sérstaklega mikið lof fyrir ástríðuna sem hann sýndi á hliðarlínunni og virtist hún smitast til leikmanna.

Leikmenn Everton framkvæmdu 37 tæklingar í leiknum, sem er það mesta sem nokkuð lið hefur gert í einum leik á tímabilinu. Það er meira en áratugur síðan Everton tæklaði oftar en 37 sinnum í sama leiknum.

Everton var í 2-1 þegar Dominic Calvert-Lewin innsiglaði sigur Everton og hér fyrir neðan má sjá innilegan fögnuð Ferguson, sem hljóp að boltasæki og fagnaði með honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner