Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. janúar 2022 12:11
Brynjar Ingi Erluson
Conte segir dyr Tottenham alltaf opnar fyrir Eriksen
Antonio Conte og Christian Eriksen unnu saman hjá Inter
Antonio Conte og Christian Eriksen unnu saman hjá Inter
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham Hotspur, segir að hurðin sé alltaf opin fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen, en hann er án félags eftir að hann og Inter komust að samkomulagi um að rifta samningnum.

Eriksen hefur ekkert spilað fótbolta síðan hann hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu síðasta sumar.

Hann fékk hjartastopp í miðjum leik og var dáinn í fimm mínútur áður en sjúkraliðum tókst að hnoða hann í gang. Bjargráð var komið fyrir í líkama hans og hefur hann verið í endurhæfingu síðan.

Eriksen hefur æft einn með bolta hjá OB í Danmörku en neyddist til að rifta samningi sínum Inter þar sem hann má ekki spila með bjargráð í Seríu A.

Ajax hefur mikinn áhuga á að landa honum en Conte segir að æfingasvæðið sé opið fyrir Eriksen ef hann vill koma til félagsins. Eriksen spilaði með Tottenham frá 2013 til 2020 við góðan orðstír.

„Ég hef ekki talað við Christian nýlega en það var gaman að sjá hann á vellinum og sjá að hann er byrjaður að sparka í bolta," sagði Conte.

„Við erum að tala um mjög mikilvægan leikmann en fyrst og fremst toppmann og það sem gerðist síðasta sumar var vont fyrir fólkið sem hefur unnið með honum og fólkið sem þekkir hann best. Ég var mjög hræddur í því augnabliki og að sjá að hann er klár í að spila aftur eru frábærar fréttir og okkar dyr eru alltaf opnar fyrir Christian," sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner