Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. janúar 2023 10:40
Aksentije Milisic
Atletico lætur Man Utd vita hvað það vill fá fyrir Felix - Pickford til Spurs?
Powerade
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Næsti markvörður Tottenham?
Næsti markvörður Tottenham?
Mynd: EPA
Caicedo (til hægri) er eftirsóttur.
Caicedo (til hægri) er eftirsóttur.
Mynd: EPA

Felix, Martinez, Zidane, Pickford, Ings, Trossard, Caicedo og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
___________________________


Atletico Madrid vill fá 9,5 milljónir punda frá Manchester United fyrir að lána þeim Portúgalann Joao Felix og þá vill félagið að klásúla verði í samningnum að Man Utd skuli kaupa leikmanninn fyrir 70 milljónir punda eftir að lánssamningi lýkur. (Sunday Mirror)

Roberto Martinez, fyrrverandi þjálfari Everton og belgíska landsliðsins, hefur náð munnlegu samkomulagi um að taka við landsliði Portúgals. Hann stýrði Belgum í sex ár. (Athletic)

Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfari Real Madrid, hefur hafnað tilboði um að taka við landsliði Bandaríkjanna. (L'Equipe)

Tottenham Hotspur vill fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford (28), til þess að taka við keflinu hjá fyrirliðanum Hugo Lloris. (Sunday Mirror)

Al-Nassr hefur leyst Vincent Aboubakar (30) undan samningi en hann hefur verið orðaður við Manchester United. Þetta gerði félagið til þess að skapa pláss fyrir Cristiano Ronaldo. (Al-Riyadh)

Crystal Palace og Everton eru að berjast um sóknarmann Aston Villa, Danny Ings (30). (Sun)

Roberto de Zerbi, stjóri Brighton, hefur sagt Leandro Trossard að hann vilji fá meira frá leikmanninum. Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Newcastle og Chelsea.

Framkvæmdarstjóri Brighton, Paul Barber, hefur sagt við Chelsea og Liverpool að félagið muni einungis geta keypt hinn 21 ára gamla Moises Caicedo fyrir risa upphæð. (Metro)

Chelsea er í viðræðum við Borussia Monchengladbach varðandi sóknarmann þeirra, Marcus Thuram (26) en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. (Fabrizio Romano)

Leeds fylgist grannt með Georgino Rutter, tvítugum sóknarmanni Hoffenheim. (SkySports Germany)

Úkraínski umboðsmaðurinn Igor Kryvenko segir að Shakhtar Donetsk muni ekki láta hinn 22 ára gamla Mykhaylo Mudryk fara til Arsenal fyrir 88 milljónir punda. Það er alltof lág upphæð fyrir þá. (Footboom FourFourTwo.Com)

Franski varnarmaðurinn Frederic Guilbert (28) gæti verið á leið burt frá Villa í janúar. (Birmingham Mail)

Blackburn Rovers vill fá fimmtán milljónir punda fyrir Ben Brereton Diaz, sóknarmann þeirra frá Chile. Samningur þessa 23 ára leikmanns rennur hins vegar út næsta sumar. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner
banner