Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 08. mars 2022 11:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjón Baldvinsson leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Þetta kemur fram í Facebook færslu KR í dag.

Guðjón sem er 36 ára lék alls 58 deildarleiki og 12 bikarleiki með KR og skoraði 30 mörk.

„Við þökkum honum kærlega fyrir framlag hans til félagsins í gegnum árin og óskum honum alls hins besta í framtíðinni," segir í færslunni.

„Gaui er búinn að vera í sérþjálfun sjálfur. Við erum bara að skoða hvað verður með hann, það er alveg óvíst hvort hann geti spilað eitthvað aftur. Við áttum gott samtal í síðustu viku og erum að hugsa um framtíðina hann. Við þurfum að taka samtalið en það er mjög ólíklegt að hann verði með okkur í sumar," sagði Rúnar Kristinsson við Fótbolta.net í síðustu viku.

Guðjón gekk fyrst til liðs við KR árið 2008 og varð bikarmeistari með liðinu það árið. Hann var seldur til GAIS 2009, en snéri svo aftur í Vesturbæinn 2010 og lék með KR næstu tvö árin og varð bikar- og Íslandsmeistari með liðinu árið 2011. Hann kom svo aftur í KR 2021 en meiddist þegar skammt var liðið á mótið.

Guðjón er uppalinn í Stjörnunni, lék með uppeldisfélaginu og KR á Íslandi. Erlendis lék hann með GAIS, Halmstad, Nordsjælland og Kerala Blasters. Á ferlinum varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann lék þá fjóra A-landsleiki.

Alls skoraði hann 99 mörk í deildarkeppni hér á Íslandi og fjórtán mörk í bikarnum. Þá skoraði hann fjögur mörk í sextán Evrópuleikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner