mið 08. mars 2023 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Tottenham og Milan: Romero skúrkurinn
Mynd: EPA
Það er liðinn rétt rúmur mánuður síðan Romero fékk tvö gul spjöld í sigri gegn Manchester City.
Það er liðinn rétt rúmur mánuður síðan Romero fékk tvö gul spjöld í sigri gegn Manchester City.
Mynd: EPA

Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir markalaust jafntefli Tottenham gegn AC Milan í kvöld.


Heimamenn í Tottenham buðu upp á andlausa frammistöðu gegn Ítalíumeisturunum sem mættu til leiks með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli í fyrri viðureigninni.

Þess vegna fá lærisveinar Antonio Conte allir falleinkunn nema fjórir, þar af eru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem bjarga sér. Fraser Forster fær 7 í einkunn og Harry Kane 6, en flestir liðsfélagarnir eru með 5.

Cristian Romero, sem lét reka sig heimskulega af velli, var versti maður vallarins með 3 í einkunn en Ivan Perisic og Dejan Kulusevski fá 4 fyrir sinn þátt.

Enski miðvörðurinn FIkayo Tomori var besti leikmaður vallarins með 8 í einkunn. 

Tottenham: Forster (7), Skipp (5), Hojbjerg (5), Son (5), Kane (6), Emerson (5), Perisic (4), Romero (3), Kulusevski (4), Davies (5), Lenglet (5).
Varamenn: Porro (6), Richarlison (6)

AC Milan: Maignan (7); Kalulu (7), Thiaw (7), Tomori (8); Messias (6), Krunic (6), Tonali (6), Hernandez (7); Diaz (7), Giroud (6), Leao (6).
Varamenn: Saelemaekers (6)


Athugasemdir
banner
banner