Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spænskur miðjumaður í Víði (Staðfest)
Mynd: Víðir

Víðir Garði hefur tilkynnt komu spænska miðjumannsins Dani Benéitez sem mun leika með félaginu í sumar.


Dani er 24 ára gamall og hefur leikið í heimalandinu allan ferilinn. Á unglingsárunum var hann partur af akademíu Villarreal og æfingahóp yngri landsliðs Spánar en hann lék fyrir CD Tuilla í fyrra sem er lið í fimmtu efstu deild þar í landi.

Í tilkynningunni er Dani lýst sem teknískum miðjumanni og verður áhugavert að fylgjast með honum í 3. deildinni í sumar.

Víðir endaði í 4. sæti 3. deildar í fyrra, með 35 stig. Liðið var lengi vel í titilbaráttunni en tapaði svo fjórum af síðustu fimm leikjum deildartímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner