Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 08. apríl 2020 22:00
Aksentije Milisic
Besiktas sagt ætla fá Joe Hart inn fyrir Karius
Mynd: Getty Images
Besiktas er talið ætla kasta líflínu til Joe Hart og fá hann til liðsins í staðinn fyrir Loris Karius.

Ferill Hart hefur verið á hraðri niðurleið en hann hefur einungis tekið þátt í þremur leikjum hjá Burnley á þessu tímabili. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Besiktas ætli að fá hinn 32 ára gamla Hart til liðsins.

Þá er sagt frá því að Karius sé á leiðinni til baka til Liverpool en hann er á láni hjá Besiktas. Hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og ætlar Besiktas að fá Hart til liðsins á frjálsri sölu en hann rennur út af samningi hjá Burnley í sumar.

Þessi fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands yfirgaf Manchester City árið 2018 og fór til Burnley á 3,5 milljónir punda en þar á undan var hann á láni hjá Torino og West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner