Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Man Utd og Tottenham mætast í úrslitum - Mount með tvennu
Mason Mount
Mason Mount
Mynd: EPA
Dominic Solanke
Dominic Solanke
Mynd: EPA
Manchester United og Tottenham munu mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer í Bilbao miðvikudaginn 21. maí. Man Utd var með 3-0 forystu gegn Athletic Bilbao eftir fyrri leikinná Spáni.

Alejandro Garnacho fékk gullið tækifæri til að koma United yfir í kvöld þegar hann slapp einn í gegn en fyrsta snertingin sveik hann og Julen Agirrezabala í marki Bilbao náði til boltans.

Stundafjórðungi síðar skoraði Mikel Jauregizar með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn og gaf Bilbao von.

Mason Mount kom inn á sem varamaður eftir rúmlega hálftíma leik og gulltryggði Man Utd farseðilinn í úrslitaleikinn tíu mínútum síðar. Hann sneri með boltann inn á teignum og setti hann í fjærhornið framhjá Agirrezabala.

Casemiro kom svo United yfir í kvöld og samanlagt 5-1 þegar boltinn fór af öxlinni á honum og í netið eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. Rasmus Höjlund bætti svo þriðja markinu við undir lokin.

Mount var ekki hættur því hann skoraði fjórða markið í uppbótatíma eftir slæm mistök hjá Agirrezabala.

Tottenham var með 3-1 forystu gegn Bodö/Glimt eftir sigur í Lundúnum og liðið bætti við forystuna í Noregi í kvöld.

Heimamenn fengu svo sannarlega tækifæri til að koma sér inn í einvígið en Dominic Solanke kom Tottenham yfir í kvöld eftir klukkutíma leik.

Pedro Porro innsiglaði sigurinn og farseðilinn til Bilbao þegar hann reyndi fyrirgjöf en boltinn sveif alla leið í fjærhornið og hafnaði í netinu.

Manchester Utd 4 - 1 Athletic (7-1 samanlagt)
0-1 Mikel Jauregizar ('31 )
1-1 Mason Mount ('72 )
2-1 Casemiro ('80 )
3-1 Rasmus Hojlund ('85 )
4-1 Mason Mount ('90 )

Bodo-Glimt 0 - 2 Tottenham (1-5 samanlagt)
0-1 Dominic Solanke ('63 )
0-2 Pedro Porro ('69 )
Athugasemdir
banner
banner