Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 08. júní 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Inter búið að bjóða í Dybala og Bellanova
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Inter er búið að bjóða argentínska framherjanum Paulo Dybala samning en hann er sagður hafa hafnað öllum tilboðum frá enskum félögum í morgun.


Dybala, 28 ára, er samningslaus eftir sjö ár hjá Juventus þar sem hann skoraði 115 mörk í 293 leikjum.

Argentínumaðurinn er gífurlega eftirsóttur um alla Evrópu en vill helst vera áfram á Ítalíu. Teymi Dybala fundaði með stjórnendum Inter í dag og fékkst jákvæð niðurstaða sem leiddi til þess að framherjanum var boðinn fjögurra ára samningur.

Viðræður eru í gangi þar sem samningurinn verður fínpússaður en allt bendir til þess að Dybala muni skrifa undir og verða nýr leikmaður Inter.

Þá er Inter einnig að kaupa hægri bakvörðinn Raoul Bellanova frá Cagliari sem féll niður um deild í vor.

Inter er búið að leggja fram 7 milljón evra tilboð í Bellanova og myndu nokkrir ungir leikmenn Inter skipta yfir til Cagliari. Einn þeirra er hinn bráðefnilegi Cesare Casadei.

Hinn 22 ára gamli Bellanova hefur verið eftirsóttur af Juventus og Milan en gæti endað hjá Inter. Bellanova hefur verið algjör lykilmaður upp öll yngri landslið Ítalíu og á 81 leik að baki frá U15 til U21.

Cagliari er nýlega búið að kaupa hann af Bordeaux og er Bellanova samningsbundinn félaginu til 2026.

Þá er Inter einnig að vinna að því að fá Kristjan Asllani frá Empoli og Romelu Lukaku frá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner