Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Edson Alvarez kemur inn fyrir Bellingham
Mynd: EPA

Borussia Dortmund er að ganga frá félagsskiptum mexíkóska miðjumannsins Edson Alvarez, sem á að fylla í skarðið sem Jude Bellingham skilur eftir á miðjunni hjá Dortmund.


Alvarez er 25 ára gamall og leikur sem varnarsinnaður miðjumaður að upplagi en getur einnig spilað í miðverði.

Alvarez er lykilmaður í landsliði Mexíkó, með 61 leik að baki þrátt fyrir ungan aldur.

FC Bayern hafði einnig áhuga á Alvarez en Dortmund er að vinna kapphlaupið og þarf að greiða um 30 milljónir evra fyrir miðjumanninn öfluga.

Bellingham er að ganga til liðs við Real Madrid fyrir 100 milljónir evra og verður áhugavert að fylgjast með hvað Dortmund gerir við þann pening í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner