Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 08. september 2024 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Líklegt byrjunarlið Íslands - Verða reynsluboltarnir tilbúnir?
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson á æfingu Íslands í Izmir í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson á æfingu Íslands í Izmir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi er búinn að jafna sig á veikindum.
Gylfi er búinn að jafna sig á veikindum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands í Izmir.
Frá æfingu Íslands í Izmir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland spilar á morgun annan leik sinn í Þjóðadeildinni. Eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á föstudag, þá er komið að því að heimsækja Tyrkland í Izmir.

Á fréttamannafundi í dag var sagt frá því að staðan á hópnum væri góð og leikmenn væru klárir í slaginn.



Við spáum því að það verði samt sem áður fjórar breytingar á byrjunarliðinu þar sem það er svo stutt á milli leikja.

Við spáum því að það verði bakvarðabreytingar; Guðlaugur Victor Pálsson komi í hægri bakvörðinn fyrir Alfons Sampsted og Kolbeinn Birgir Finnsson í vinstri bakvörðinn fyrir Loga Tómasson.

Þá komi Willum Þór Willumsson á hægri kantinn fyrir Mikael Anderson og Andri Lucas Guðjohnsen upp á topp fyrir Orra Stein Óskarsson. Orri gerði fyrra markið í síðasta leik en það hefur heyrst að planið hafi verið að þeir myndu skipta leikjunum á milli sín og mögulega hentar leikurinn betur fyrir Andra á morgun.

Svo er spurning hvort Arnór Ingvi Traustason komi inn en hann var tæpur fyrir síðasta leik. Stefán Teitur Þórðarson og Jóhann Berg Guðmundsson léku frábærlega saman á miðsvæðinu gegn Svartfjallalandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort reynsluboltarnir Jóhann Berg og Gylfi Þór Sigurðsson geti byrjað annan leikinn í röð.

Leikur Tyrklands og Íslands hefst 18:45 annað kvöld og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner