Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   sun 08. september 2024 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Kvöldið ótrúlega á Wembley fór ekki fram hjá Tyrkjum
Icelandair
Vincenzo Montella, þjálfari Tyrklands.
Vincenzo Montella, þjálfari Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Eftir sigur Íslands á Wembley.
Eftir sigur Íslands á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Okay Yokuslu sat einnig fundinn.
Okay Yokuslu sat einnig fundinn.
Mynd: Getty Images
„Íslenska liðið er mjög þétt fyrir og vel skipulagt bæði sóknar- og varnarlega. Ég get sagt það að við berum mikla virðingu fyrir þeim," sagði Vincenzo Montella, þjálfari Tyrklands, á fréttamannafundi í Izmir í morgun.

Annað kvöld mætast Tyrkland og Ísland í Þjóðadeildinni. Er þetta annar leikur Ísland í þessari Þjóðadeild en strákarnir okkar byrjuðu á 2-0 sigri gegn Svartfjallalandi síðasta föstudagskvöld.

Montella, sem er fyrrum ítalskur landsliðsmaður, sat fyrir svörum í dag ásamt Okay Yokuslu, miðjumanni tyrkneska liðsins. Tyrkir eru fyrirfram sigurstranglegri en þeir ætla ekki að vanmeta íslenska liðið.

„Þjálfari þeirra er með góðan skilning á fótbolta og með sterkar áherslar. Hans áherslur eru ekki ósvipaðar þeim sem ítalskir þjálfarar eru með," sagði Montella.

Ísland vann sigur á Englandi á Wembley í sumar og Tyrkirnir misstu ekki af þeim leik.

„Við vitum, eins og allir vita, að þeir unnu sigur gegn Englandi á Wembley fyrir stuttu. Við berum því gríðarlega virðingu fyrir þeim," sagði Montella og bætti við: „Þeir eru mjög hættulegir í föstum leikatriðum og í innköstum. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það."

Ekki að horfa í neina einstaklinga
Fréttamaður Fótbolta.net spurði Montella og Yokuslu hvort þeir væru að leggja sérstaka áherslu á einhverja leikmenn í íslenska liðinu.

„Ég get ekki sagt að við séum að horfa í einstaklinga. Þeir spila sem sterk liðsheild og þú getur ekki tekið einhverja einstaklinga út. Ég get ekki nefnt einhvern einn leikmann, ég ætla að sleppa því. Við erum bara að horfa á liðið," sagði Montella.

„Ég er sammála þjálfaranum. Við horft á leiki þeirra og þeir vinna með liðsheildinni. Ég er sammála þjálfaranum og við þurfum að undirbúa okkur vel," sagði Yokuslu.

Leikur Tyrklands og Íslands hefst 18:45 annað kvöld og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner