Markvörðurinn Þórður Ingason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.
Þórður hefur staðið á milli stanganna hjá uppeldisfélaginu sínu Fjölni undanfarin þrjú ár en undir lok sumars var hann settur í agabann hjá félaginu eftir að hafa mætt ölvaður á æfingu.
Þórður hefur í kjölfarið farið í meðferð en hann talaði ítarlega um sín mál löngu viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
Fleiri félög í Pepsi-deildinni sýndu áhuga á að fá Þórð í sínar raðir en hann varð samningslaus á dögunujm.
Hinn 27 ára gamli Þórður ákvað á endanum að skrifa undir nýjan samning við Fjölni.
„Ég hef spilað í Pepsi-deildinni og staðið mig heilt yfir frekar vel. Ef ég fer að einbeita mér meira að þessu þá gætu skemmtilegir hlutir gerst. Ég á tíu ár eftir í boltanum, mér finnst gaman í fótbolta og ég ætla ekki að fokka þeim upp bara til að detta í það," sagði Þórður meðal annars í viðtalinu á dögunum.
Sjá einnig:
„Ætla ekki að fokka árunum upp bara til að detta í það”
Athugasemdir