Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 08. nóvember 2020 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Tek fulla ábyrgð - Litum ekki út eins og lið
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tók fulla ábyrgð á 3-0 tapinu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég vil byrja á því að óska Aston Villa til hamingju með sigurinn og hvernig þeir spiluðu," sagði Arteta í samtali við BBC. „Þeir voru sterkir og hvað varðar okkur, þá tek ég fulla ábyrgð því frammistaðan var ekki ásættanleg frá byrjun."

„Mitt hlutverk er að fá liðið til að standa sig vel á þriggja daga fresti, og í dag gerðum við það ekki. Þetta er í fyrsta sinn frá því ég var ráðinn að mér finnst við ekki líta út eins og lið inn á vellinum."

„Svona er fótbolti. Þegar þú ert ekki upp á þitt besta þá færðu skell í ensku úrvalsdeildinni. Það er mjög slæmt ef þú ert ekki að vinna einvígi, ef þú ert of seinn og ef þeir eru einbeittari."

„Við erum ekki að skapa nægilega mörg færi, en þau sem við sköpuðum voru nægilega góð til að skora að minnsta kosti eitt mark."

Í samtali við BBC sagði Arteta: „Gegn Leicester var fyrri hálfleikurinn jákvæður. Við getum tapað þannig leik. Hvernig við töpum í dag, það er mjög sárt."

„Það er ekki tilviljun að við séum ekki með stöðugleika. Við verðum að greina af hverju staðan er svona. Við verðum að líta á okkur sjálfa í spegli. Í staðinn fyrir að kenna öðrum um, líttu á sjálfan þig."
Athugasemdir
banner
banner
banner