Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. nóvember 2020 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Aston Villa skellti Arsenal á útivelli
Mikil innlifun í þessu fagni hjá Trezeguet.
Mikil innlifun í þessu fagni hjá Trezeguet.
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 3 Aston Villa
0-1 Bukayo Saka ('25 , sjálfsmark)
0-2 Ollie Watkins ('72 )
0-3 Ollie Watkins ('75 )

Aston Villa gerði sér lítið fyrir og skellti Arsenal í rigningunni í London. Þetta var síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Aston Villa komst yfir á fyrstu mínútu leiksins en það mar var dæmt af vegna rangstöðu. John McGinn skoraði en það var metið sem svo að Ross Barkley hefði truflað Bernd Leno með því að vera í sjónlínu hans. Barkley var rangstæður.

Aston Villa skoraði mark sem fékk að standa á 25. mínútu. Eftir flott samspil átti Matt Targett fyrirgjöf sem fór af Bukayo Saka og í netið.

Gestirnir leiddu 1-0 í hálfleik. Þeir gerðu sitt vel og héldu áfram að gera það í síðari hálfleik. Rob Holding fékk gott færi til að jafna eftir um klukkutíma leik en hann setti boltann fram hjá. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Ollie Watkins setti tvö mörk með stuttu millibili, á 72. mínútu og 75. mínútu.

Úrslitin voru ráðin þá, algerlega frábær útisigur Aston Villa í höfn. Gott tímabil þeirra heldur áfram.

Aston Villa er í sjötta sæti með 15 stig og Arsenal er í 11. sæti með 12 stig. Villa hefur leikið leik minna en Arsenal og gæti komist á toppinn með sigri í leiknum sem þeir eiga inni.

Önnur úrslit í dag:
England: Kane hetjan gegn West Brom
England: Leicester hafði betur gegn Úlfunum
England: Jafntefli í stórslagnum - City klúðraði vítaspyrnu
Athugasemdir
banner
banner
banner