Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. desember 2021 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Getur vel verið að það verði einhverjar breytingar í janúar"
Ási Arnars.
Ási Arnars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr heimaleiknum gegn Kharkiv.
Úr heimaleiknum gegn Kharkiv.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður snjór á vellinum í kvöld?
Verður snjór á vellinum í kvöld?
Mynd: Twitter - Damir Muminovic
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna.
Mynd: Getty Images
Pepsi Max deild kvenna lauk 12. september og Breiðablik lék svo í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 1. október. Síðan hefur liðið leikið í Meistaradeildinni.
Pepsi Max deild kvenna lauk 12. september og Breiðablik lék svo í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 1. október. Síðan hefur liðið leikið í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðasti heimaleikurinn, Breiðablik - Real Madrid. Það er búin að vera tilhlökkun að taka á móti stórum klúbbi eins og Real Madrid er. Þó að þetta sé nýr klúbbur kvennalega séð þá eru leikmenn ekki nýjar af nálinni og Real Madrid tók yfir mjög öflugan klúbb fyrir 2-3 árum. Í liðinu eru margir reyndir og gríðarlega öflugir leikmenn. Það er bara tilhlökkun hjá okkur að takast á við þetta verkefni," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks á fréttamannafundi í gær.

Breiðablik mætir í kvöld Real Madrid í Meistaradeild kvenna. Um er að ræða leik á Kópavogsvelli sem er liður í 5. umferð riðlakeppninnar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er bæði í beinni á YouTube sem og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

„Eins og fyrir undanfarin verkefni þá hefur hluti af hópnum verið í landsleikjaverkefni á milli leikja í riðlinum en núna í síðustu viku höfum við haft allan hópinn saman og tekið góðar æfingar, farið vel yfir hlutina og ætlum, innan gæsalappa allavega, að taka vel á móti Real Madrid," sagði Ási.

Alltaf möguleiki í fótbolta
Hvernig líturu á möguleikana gegn Real?

„Ef við horfum á riðilinn fyrirfram þá lágu möguleikar okkar mest gegn Kharkiv og við horfðum mikið á síðasta leik, okkar heimaleik gegn Kharkiv, til þess að ná í sigur í þessum riðli. Það tókst því miður ekki. Möguleikarnir gegn Real Madrid og PSG eru að sjálfsögðu ekki miklir en í fótboltaleik er alltaf möguleiki."

„Frá því að við mættum þeim síðast þá erum við reynslunni ríkari. Þó að það hafi bæst við þeirra leikmannahóp, öflugir framherjar eru komnir til baka: [Kosovare] Asllani og Esther [Gonzalez] m.a. þá erum við vonandi búin að læra mikið af þessu og munum auðvitað reyna að spila öflugan og þéttan varnarleik. Vonandi getum við komið þeim á óvart og skorað á móti þeim. Það er tvennt í þessu, við höfum ekki skorað í keppninni og við höfum ekki unnið leik í keppninni. Það er tvennt sem við viljum sjá gerast ef möguleiki er."


Eitthvað vit í því að lengja mótið?
Hvaða lærdóm getum við lært af þátttöku í keppni sem þessari?

„Ég held að það sé gott að setjast niður eftir þennan riðil og skoða hvaða lærdóm við getum tekið af þessu. Það sem við sjáum strax er að þetta er miklu hraðari leikur, það er minni tími á bolta og leikmenn þurfa að vera búnir að taka ákvarðanir fyrr hvað þær ætla að gera. Þér er refsað miklu frekar fyrir mistök og varnarleikurinn þarf að vera skipulagðari heldur en við erum kannski vanar."

„Svo hafa menn velt fyrir sér leikæfingunni, hvernig takturinn er í liðinu miðað við liðin sem eru á miðju tímabili og hvað er hægt að gera í því. Er eitthvað vit í því að lengja mótið fram á haustið eða veturinn? Það þarf að skoða marga þætti í því. Það eru auðvitað þessir landsleikir sem koma inn í líka. Hvaða lærdóm er hægt að taka, ég held að það þurfi að fara yfir alla anga í framhaldinu af þessu af því ég held að þetta sé eitthvað sem við hljótum að horfa til, til næstu ára, sem möguleika að reyna brjótast aftur og oftar inn í þessa keppni. Þá þurfum við að vera undir það búin."


Kemur í ljós í janúar
Hvernig er standið á leikmönnum, eru allar klárar í slaginn?

„Já, það eru allir klárir í leikinn á morgun. Við höfum tekið góða viku saman og nýjustu fréttir: allir klárir."

Er þetta síðasti [heima]leikur einhverra leikmanna fyrir Breiðablik í bili?

„Það getur vel verið að það verði einhverjar breytingar í janúar, það á svolítið eftir að koma í ljós."

Sjá einnig:
Ási Arnars: Verið ævintýri líkast

Refsað grimmilega í fyrri leiknum
Fyrri leikur liðanna endaði með 5-0 sigri Real Madrid í október. Breiðablik fékk á sig mark snemma, þurrkaðiru bara út hvernig þú undirbjóst liðið fyrir þann leik eða geturu byggt á einhverju þar?

„Það var fyrsti leikur minn við stjórnina og ég leitaði svolítið þá í vana og hefðir liðsins og leikmanna. Liðið var vant því að vera með boltann meira, vera hátt uppi á vellinum og pressað."

„Á þeim tímapunkti horfðum við á Real Madrid sem lið sem var ekki í besta forminu í sinni deild og spurning hvort hægt væri að koma þeim á óvart. Við tókum þá ákvörðun að fara svolítið hátt á þær og okkur var refsað grimmilega fyrir það."

„Ég held að við drögum einhvern lærdóm af því og sjáum einhverja aðra leikmynd á morgun, án þess að við neglum niður hvað við ætlum að gera. Við sjáum hluti sem við höfum verið að fara yfir eftir síðasta leik gegn þeim. Hversu vel til hefur tekist og hversu mikið leikmenn eru komnir í það verður bara að koma í ljós."


Ekkert að aðstæðum og veðri
Ási var að lokum spurður út í veðrið og hvort hann hefði viljað hafa meiri vetur gegn Real.

„Talandi um að lengja mótið og annað þá er hægt að sjá að í þessum leikjum sem við höfum fengið á heimavelli að það er ekkert að aðstæðum, ekkert að veðrinu. Ef við horfum út núna, það er bara veisla að spila fótbolta. Auðvitað vill maður hafa það þannig að þær séu fótboltavænar. En auðvitað úrslitalega séð, ef ég horfi í það, þá held ég að það sé eitthvað til í því sem Hafrún er að segja," sagði Ási að lokum.
Meistaradeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner