Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 08. desember 2024 09:40
Elvar Geir Magnússon
Celtic að stinga af í Skotlandi
Mynd: Getty Images
Celtic frá Glasgow er komið með níu stiga forystu í skosku úrvalsdeildinni eftir 3-0 sigur gegn Hibernian í gær.

Celtic er með 43 stig og er með níu stiga forystu á Aberdeen auk þess að eiga leik til góða. Eftir öfluga byrjun á tímabilinu hefur Aberdeen gefið rækilega eftir og er án sigurs í fimm síðustu deildarleikjum.

Rangers er í þriðja sæti með 29 stig og leikur gegn Ross County núna í hádeginu.

Arne Engel og Kyogo Furuhashi skoruðu fyrir Celtic í gær og eitt af mörkunum var sjálfsmark.

Á meðan Aberdeen hefur gefið eftir hefur Brendan Rodgers, stjóri Celtic, getað notfært sér breiddina í sínum leikmannahópi og það hefur skilað sér. Celtic vann Aberdeen 1-0 um miðja síðustu viku.

„Þetta var öflugur sigur í kjölfarið af leiknum gegn Aberdeen í miðri viku. Hibernian fékk sín færi en sem betur fer er ég með markvörð í alþjóðlegum klassa (Kasper Schmeichel) sem varði vel þegar við þurftum á að halda," sagði Rodgers eftir sigurinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner