Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 09:30
Sölvi Haraldsson
Áhyggjuefni fyrir landsliðið? - Jón Dagur ekki komið við sögu í síðustu fimm leikjum
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það styttist óðum í fyrstu landsleiki Arnars Gunnlaugssonar sem landsliðsþjálfara Íslands. Þeir verða spilaðir í mars gegn Kósovó í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Hertha Berlin og íslenska landsliðsins, hefur ekki verið að spila mikið undanfarið hjá þýska félaginu sem hann samdi við fyrir tímabilið.

Liðið hefur spilað fjóra leiki eftir jólafrí og hefur hann ekki komið við sögu í þeim leikjum. Einnig kom hann ekkert við sögu í leiknum fyrir jólafríið. Í þessum 5 leikjum hefur liðinu tekist að skora í tveimur leikjum.

Jón Dagur hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu undanfarin ár en það eru tæpar 5 vikur í næsta landsleik.

Annar vængmaður, Arnór Sigurðsson, var fyrir helgi tekinn af leikmannalista Blackburn fyrir seinni hluta tímabilsins. Arnór mun ekkert spila næstu vikur, nema hann finni sér annað félag.
Athugasemdir
banner
banner