Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. mars 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Bara einn sem fékk verri einkunn en Messi og Mbappe frá L'Equipe
Marco Verratti.
Marco Verratti.
Mynd: Getty Images
„Frábærir leikmenn koma til félagsins fyrir peninginn, meðalleikmenn halda áfram að deyja þar," segir franska blaðið L'Equipe sem lætur höggin dynja á Paris Saint-Germain sem tapaði samtals 3-0 fyrir Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lionel Messi og Kylian Mbappe fá báðir 3 af 10 í einkunn fyrir 2-0 tapið í Þýskalandi í gær en einn leikmaður fær lægri einkunn, það er ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti sem fær 2/10.

Blaðið segir mikinn gæðamun hafa verið á liðunum og Mbappe tapað baráttunni gegn Dayot Upamecano, varnarmanni Bayern. Mbappe hafi tapað öllum sex einvígum sínum gegn Upamecano.

Þá segir blaðið Messi halda áfram að valda vonbrigðum í stórum leikjum hjá PSG og að framlag hans sé of lítið.

Christophe Galtier, stjóri PSG, fékk sömu einkunn og Messi og Mbappe; 3/10.

Sjá einnig:
Gagnrýnir Messi harðlega
PSG verkefnið gjörsamlega mislukkað - „Hvað eru þeir eiginlega?“
Athugasemdir
banner
banner
banner