Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 09. mars 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Bara einn sem fékk verri einkunn en Messi og Mbappe frá L'Equipe
„Frábærir leikmenn koma til félagsins fyrir peninginn, meðalleikmenn halda áfram að deyja þar," segir franska blaðið L'Equipe sem lætur höggin dynja á Paris Saint-Germain sem tapaði samtals 3-0 fyrir Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lionel Messi og Kylian Mbappe fá báðir 3 af 10 í einkunn fyrir 2-0 tapið í Þýskalandi í gær en einn leikmaður fær lægri einkunn, það er ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti sem fær 2/10.

Blaðið segir mikinn gæðamun hafa verið á liðunum og Mbappe tapað baráttunni gegn Dayot Upamecano, varnarmanni Bayern. Mbappe hafi tapað öllum sex einvígum sínum gegn Upamecano.

Þá segir blaðið Messi halda áfram að valda vonbrigðum í stórum leikjum hjá PSG og að framlag hans sé of lítið.

Christophe Galtier, stjóri PSG, fékk sömu einkunn og Messi og Mbappe; 3/10.

Sjá einnig:
Gagnrýnir Messi harðlega
PSG verkefnið gjörsamlega mislukkað - „Hvað eru þeir eiginlega?“
Athugasemdir
banner
banner