Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 09. mars 2023 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýnir Messi harðlega - „Í leikjunum sem skipta máli, þá hverfur hann"
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Það er óhætt að segja að Lionel Messi hafi ekki átt góðan leik í gær þegar Paris Saint-Germain féll úr leik í Meistaradeild Evrópu.

PSG tapaði einvígi sínu gegn Bayern München á frekar sannfærandi hátt á endanum, 3-0.

Jerome Rothen, fyrrum leikmaður PSG, gagnrýndi Messi harðlega í viðtali við RMC Sport eftir leikinn í gær. Hann segir að það sé eins og Messi sé sama um Parísarfélagið, hann leggi ekki nægilega mikið á sig þegar hann er inn á vellinum.

„Þú skorar 18 mörk og gefur 16 stoðsendingar í leikjum gegn liðum eins og Angers og Clermont. En í leikjunum sem skipta máli, þá hverfur hann."

„Ég sá leikina sem hann spilaði með Argentínu á HM, hvernig hann hreyfði sig þar, hvernig hann gaf sig allan í verkefnið. Ég skil það, en þú verður að virða félagið sem er að borga þér laun."

„PSG hélt að Messi myndi hjálpa sér að vinna Meistaradeildina en hann hjálpar okkur ekki að vinna neitt."

Rothen hefur heitið því að mæta ekki á fleiri leiki hjá PSG ef samningur hins 35 ára gamla Messi verður framlengdur, en það verður fróðlegt að sjá hvort hann verði áfram í Frakklandi á næsta tímabili.

Sjá einnig:
PSG verkefnið gjörsamlega mislukkað - „Hvað eru þeir eiginlega?“
Athugasemdir
banner
banner