Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 09. apríl 2024 10:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 1. umferðar - Hversu oft verður Gylfi í liðinu í sumar?
Gylfi var maður leiksins gegn ÍA.
Gylfi var maður leiksins gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Freyr Ólafsson var magnaður í marki HK.
Arnar Freyr Ólafsson var magnaður í marki HK.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steypustöðin heldur áfram að færa lesendum úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni og hér er Sterkasta lið fyrstu umferðar 2024.

Það var mikið um dýrðir í fyrstu umferðinni en í Innkastinu var Karl Friðleifur Gunnarsson valinn leikmaður umferðarinnar. Karl Friðleifur var frábær í vinstri bakverðinum þegar Víkingur hóf titilvörn sína með faglegum 2-0 sigri gegn Stjörnunni á laugardagskvöld.

Helgi Guðjónsson greip sitt tækifæri í byrjunarliðinu með báðum höndum, lagði upp og skoraði. Gunnar Vatnhamar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins og Arnar Gunnlaugsson er þjálfari umferðarinnar.



Í marki úrvalsliðsins stendur Arnar Freyr Ólafsson hjá HK en hann átti svo sannarlega stórleik þegar Kópavogsliðið sótti stig norður og gerði 1-1 jafntefli gegn KA. Arnar var magnaður í markinu og gerði sterkt tilkall í að vera leikmaður umferðarinnar.

Fram vann 2-0 sigur gegn Vestra þar sem Kennie Chopart var valinn maður leiksins en hann fylgdi Rúnari Kristinssyni úr KR. Brasilíski töframaðurinn Fred skoraði fyrra mark leiksins.

Viktor Karl Einarsson er fulltrúi Breiðabliks eftir 2-0 sigur gegn FH og KR á tvo í liðinu eftir 4-3 útisigur á Fylki í ævintýralegum leik. Luke Rae skoraði gullfallegt mark og Atli Sigurjónsson skoraði tvívegis eftir að hafa komið af bekknum, þar á meðal beint úr horni.

Valsmenn unnu 2-0 sigur gegn ÍA þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins en hann opnaði markareikning sinn í Bestu deildinni og hefði getað skorað fleiri. Hversu oft ætli Gylfi verði í liðinu í sumar? Aron Jóhannsson er einnig í úrvalsliðinu.
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner