Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 08. apríl 2024 23:47
Innkastið
Sterkastur í 1. umferð - Hann er búinn að gefa okkur nýja vídd
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Karl Friðleifur eftir sigurinn gegn Stjörnunni.
Karl Friðleifur eftir sigurinn gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkur umræða var í vetur um þörf Víkings til að bæta við vinstri bakverði, eftir að Logi Tómasson var seldur út í atvinnumennskuna í fyrra.

Karl Friðleifur Gunnarsson, sem er vanari því að spila hægri bakvörð, lék fantavel í vinstri bakverðinum gegn Stjörnunni á laugardag. Víkingar unnu 2-0 sigur í upphafsleik deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

Karl Friðleifur hefur verið valinn leikmaður 1. umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Á morgun verður úrvalsliðið opinberað.

„Í fyrra talaði Arnar Gunnlaugs um Birni Snæ sem Jack Grealish. Í kvöld talaði hann um Karl Friðleif og Grealish í sömu setningu. Leysti vinstri bakvörðinn frábærlega, er gríðarlega snöggur bæði með og án bolta," skrifar Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu sinni um leikinn.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í frammistöðu Karls í viðtali eftir leikinn.

„Kalli er búinn að eiga stórkostlegt undirbúningstímabil og hann er búinn að gefa okkur nýja vídd. Hann hefur þann eiginleika, sem við höfum ekki áður, að hann getur 'prógressað' með boltann mjög vel og hann er með frábæra tækni," segir Arnar.

„Hann er svona léttur Grealish hjá okkur þegar hann kemur upp vinstri kantinn. Svo hefur hann bætt sig verulega þegar kemur að varnarleik, er miklu aggressívari."

Davíð Örn Atlason átti líka mjög góðan leik í hægri bakverðinum.

„Svo verðum við líka að tala um Davíð. Við spiluðum með bakverði í víddina og ég held að það hafi komið Stjörnumönnum aðeins á óvart. Ég er mjög ánægður með hvernig leikplanið gekk upp," segir Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Okkar Gabriel og Saliba á móti Haaland
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner