Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid setur 30 milljón evra verðmiða á Diaz
Brahim Diaz var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð.
Brahim Diaz var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
AC Milan er í viðræðum við Real Madrid um kaup á miðjumanninum Brahim Diaz að sögn vefmiðilsins Goal.

Diaz gekk í raðir Real frá Manchester City fyrir 17 milljónir evra í janúar 2019. Hann náði ekki að finna sér sæti í byrjunarliði spænska stórveldisins og var hann lánaður til AC Milan.

Hann stóð sig vel hjá Milan; skoraði sjö mörk og lagði upp fjögur í 39 keppnisleikjum fyrir félagið sem endaði í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og komst á nýjan leik í Meistaradeildina.

Ítalska stórliðið vill kaupa Diaz og er að ræða við Real Madrid um það. Samkvæmt Goal hefur Real Madrid enn trú á því að Diaz geti orðið lykilmaður í framtíðinni.

Real Madrid mun aðeins selja spænska U21 landsliðsmanninn ef AC Milan borgar fyrir hann 30 milljónir evra og kemst að samkomulagi um verð sem Real Madrid getur borgað til þess að kaupa hann aftur í framtíðinni.

Það er jafnframt möguleiki að Diaz verði áfram á láni hjá Milan á næstu leiktíð, það verður að koma í ljós hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner