Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. júlí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vil vinna deildina og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeildinni"
Glódís Perla var kynnt sem leikmaður Bayern í dag.
Glódís Perla var kynnt sem leikmaður Bayern í dag.
Mynd: FC Bayern
Glódís Perla í landsleik í síðasta mánuði.
Glódís Perla í landsleik í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var tilkynnt að Glódís Perla Viggósdóttir væri orðin leikmaður FC Bayern. Glódís skrifar undir þriggja ára samning en hún kemur frá sænska félaginu Rosengård.

Miðvörðurinn ræddi félagaskiptin í viðtali sem birt á heimasíðu Bayern í dag.

„Bayern hefur nokkrum skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar."

„Ég vona að við getum byggt enn frekar ofan á það, afrekað meira sem lið og að ég geti lagt mitt af mörkum,"
sagði Glódís Perla.

„Ég vil vinna deildina með liðinu og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeildinni."

Hún var beðin um að lýsa sér sem leikmanni: „Ég er líkamlega sterkur miðvörður sem er örugg á boltann og hef gott auga fyrir leiknum."

„Það gleður okkur að Glódís sé komin til félagsins, hún býr yfir reynslu af því að spila alþjóðlegan bolta."

„Hún er líkamlegasterkur leikmaður sem er góð í því að byggja upp spil,"
sagði Bianca Rech, yfirmaður íþróttamála hjá kvennaliði FC Bayern.

Markmið Bayern er að verða þýskur meistari, fara langt í þýska bikarnum og fara langt í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner