Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. ágúst 2022 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd hættir við Arnautovic - Bréf bárust frá stuðningsfólki
Marko Arnautovic.
Marko Arnautovic.
Mynd: Getty Images
Manchester United er hætt við það að það að kaupa austurríska framherjann Marko Arnautovic.

Þetta herma heimildir The Athletic sem þykja nú mjög áreiðanlegar.

Man Utd ákvað óvænt að gera Bologna tilboð í hinn 33 ára gamla Arnautovic eftir tap liðsins gegn Brighton á sunnudaginn. Ítalska félagið hafnaði tilboðinu sem hljóðaði upp á 8 milljónir evra.

Það var búist við því að United myndi gera annað tilboð, en félagið hefur núna ákveðið að hætta þessum eltingarleik.

Kröfur Bologna um verðmiða leikmannsins þóttu of háar og þá fékk United margar kvartanir frá stuðningsfólki varðandi þessi mögulegu kaup. Arnautovic hefur oftar en einu sinni verið ásakaður um kynþáttafordóma og fékk Man Utd mörg bréf varðandi það. Félagið tók það til greina.

Í grein The Athletic kemur jafnframt fram að United sé þó áfram að eltast við miðjumanninn Adrien Rabiot hjá Juventus.

Sjá einnig:
Man Utd að sækja óvinsælasta leikmann Juventus - „Mun losa Juve við mörg vandamál"
Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Athugasemdir
banner
banner