Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. ágúst 2022 11:17
Elvar Geir Magnússon
Man Utd að sækja óvinsælasta leikmann Juventus - „Mun losa Juve við mörg vandamál"
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: EPA
Blaðamaðurinn Alvise Cagnazzo segir að það muni gleðja marga hjá Juventus ef félagið nær að selja Adrien Rabiot til Manchester United. Fimmtán milljóna punda tilboði United hefur verið tekið en enska félagið þarf nú að ná samningum við móður Rabiot sem jafnframt er umboðsmaður hans.

„Rabiot er ein af mörgum misheppnuðum leikmannakaupum Fabio Paratici, núverandi yfirmanns fótboltamála hjá Tottenham, þegar hann hélt um stjórnina hjá Juventus," segir Cagnazzo.

„Þessi 27 ára leikmaður hefur skorað sex mörk í 127 leikjum fyrir Juventus og sýnt að hann er ekki nægilega góður fyrir allra hæsta getustig. Með öðrum orðum þá er Erik ten Hag að vinna í að fá óvinsælasta leikmann Juventus í ensku úrvalsdeildina og losar þá ítalska félagið við um 6 milljónir punda í launakostnað á ári."

„Það er umhugsunarefni af hverju Ten Hag vill fá hann. Hann getur leikið á kantinum en líður ekki of vel þar. Hann á erfitt með að komast bak við vörnina og sköpunarmáttur hans er slakur. Frakkinn er betur til þess fallinn að spila í tveggja manna miðjuteymi. Hann er svipaður leikmaður og Emmanuel Petit en er ekki með sömu áru og leiðtogahæfileika."

„Hjá PSG var mörgum létt þegar Rabiot fór fyrir þremur árum því hann passaði ekki inn í leikkerfi liðsins og passaði ekki inn í hópinn sem persónuleiki. Fólkið sem vinnur fyrir hann hefur líka orð á sér fyrir að skapa óþarfa vandræði, Veronique móðir hans hefur lent í deilum við marga á ferli sonar síns. Hún er umboðsmaður Rabiot og hefur lent upp á kant við liðsfélaga hans og yfirmenn auk þess að hafa farið fram á að hitta þjálfara og vera viðstödd æfingar."

„Juventus keypti hann til að skapa vandamál fyrir andstæðingana en hann hefur skapað vandamál fyrir Juventus. Innan vallar, utan vallar og fjárhagslega."

Sjá einnig:
Skilur ekki hvað Man Utd er að hugsa varðandi Arnautovic
Athugasemdir
banner
banner