Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. september 2022 16:30
Enski boltinn
Finnst mesti munurinn á Mitrovic vera standið - „Kominn með meira í sinn leik"
Mitrovic er funheitur
Mitrovic er funheitur
Mynd: EPA
Sex mörk í sex leikjum
Sex mörk í sex leikjum
Mynd: Getty Images
Hvor byrjar hjá Serbum á HM, Vlahovic eða Mitrovic?
Hvor byrjar hjá Serbum á HM, Vlahovic eða Mitrovic?
Mynd: EPA
Aleksandar Mitrovic hefur byrjað tímabilið á Englandi frábærlega. Hann hefur skorað í fimm af sex fyrstu leikjunum í úrvalsdeildinni og er alls kominn með sex mörk. Þessi 27 ára Serbi átti frábært tímabil í Championship deildinni á síðasta tímabili, skoraði 43 mörk í deildinni og bætti markametið í deildinni um tólf mörk þegar Fulham vann deildina.

Rætt var um Mitrovic í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn þar sem sjötta umferðin í úrvalsdeildinni var gerð upp.

„Það var umræða hvort hann gæti skorað í þessari deild og allt það. Hann var með Fulham síðast þegar liðið var uppi. Þá byrjaði hann ekkert alltof vel þannig að Scott Parker sem þá var þjálfari liðsins setti hann á bekkinn og spilaði honum ekki mikið meira. Það var eitthvað sem við stuðningsmenn Mitrovic tókum ekkert alltof vel í," sagði Aksentije Milisic í þættinum.

„Hann er búinn að sanna það núna að hann getur skorað alls konar mörk. Hann er búinn að breytast svo mikið, er ekki bara þessi 'target striker' sem hann var. Hann var þungur 'target' maður. Núna er hann búinn að koma sér í betra form, er að vinna varnarvinnu og svo eins og gegn Tottenham, fær hann boltann inn í teig og setur boltann í skeytin. Hann er farinn að skora svo fjölbreytt mörk og ég held hann muni skora mjög mikið í vetur," bætti Aksentije við.

„Hann er orðinn 90+ mínútna maður, getur spilað allan leikinn og það koma oft mörk í lok leikja og þá er mikilvægt að geta verið inn á," sagði Sæbjörn Steinke.

„Mér finnst mesti munurinn á honum núna og frá því að hann var í deildinni síðast vera standið á honum. Hann er kominn í miklu betra stand og er að skila betri hlaupatölum. Hann er ekki lengur bara þessi gæi sem er að skora þessi skallamörk sem hann hefur samt haldið áfram að gera. Hann er kominn með meira í sinn leik. Á meðan hann er að skila inn sínum mörkum þá verður Fulham í góðum málum," sagði Aksentije.

Mitrovic eða Vlahovic?
Framundan hjá Serbíu er HM í Katar. Er það auka hvatning fyrir Mitrovic að klár í það mót?

„Alveg klárlega, hann var aðeins dottinn á bekkinn í landsliðinu. Hann var að koma inn á, Dusan Vlahovic var orðinn aðalframherjinn. Á meðan Mitrovic er í þessu formi þá verður þetta hausverkur hvernig við Serbarnir ætlum að stilla þessu upp, hvort við ætlum að spila með þá tvo eða ekki. Hann horfir klárlega á HM."

„Þetta er erfið spurning, ég myndi liggja yfir í þessu í fleiri fleir daga og reyna troða þeim báðum inn í liðið. Vlahovic er líka að setja hann á Ítalíu. 'At gunpoint' þá myndi ég byrja með Vlahovic inn á og henda Mitro inn svona síðast hálftímann. Fara í 4-4-2 ef við þurfum mark,"
sagði Aksentije.
Enski boltinn - Velkomnir úr draumalandinu og flókið draumalið
Athugasemdir
banner
banner